Mímir - 01.09.1968, Síða 13
BJARNI ÓLAFSSON:
MANNFALL I HARÐINDUNUM 1751 - 1758
Átjánda öld var erfiður kafli í þjóðarsögu ís-
lendinga. Þá gengu plágur á borð við stóru bólu
og fjárkláðann, og a. m. k. tvenn stórhallæri
urðu af völdum veðurlags og náttúruhamfara.
I lok aldarinnar má segja, að þjóðin hafi flak-
að í sárum. Alþingi var lagt niður aldamótaárið,
og reisn biskupsstólanna var horfin. Skálholts-
stóll hafði verið fluttur til Reykjavíkur árið
1785, og Hólastóll var lagður niður árið 1801.
Eftir þetta losnuðu biskupsembættin úr tengsl-
um við skóla og menntir landsmanna, og bisk-
upssetrið í Reykjavík fékk aldrei sama hlutverk
og biskupsstólarnir höfðu haft áður. Landsmenn
hætm að koma saman einu sinni á ári á Þing-
völlum, og var þá veigamikilli stoð kippt und-
an samskiptum þeirra og tengslum milli lands-
hluta.
Þegar minn2t er á hallæri á 18. öld, koma
mönnum fyrst í hug móðuharðindin 1783—
1785. Þá varð meira mannfall af völdum harð-
inda en vitað er um fyrr eða síðar. Árið 1784
féllu 109,6%o af íslendingum og árið 1785
126.1 %o- Næst þessu komst mannfall árið 1758,
78.1 %o, en þá var að ljúka harðindaskeiði, sem
hófst 1751. Verður hér reynt að gera einhverja
grein fyrir mannfalli á þeim áramg.
Heimildir um mannfall á þessum tíma eru
óáreiðanlegar. Ekkert manntal var haldið fyrr
en 1769, og hefur Arnljótur Olafsson reiknað
út mannfjölda aftur til ársins 1735 eftir skýrsl-
um yfir fædda og dána og nefndu manntali.1
Með konungsbréfi frá 30. des. 1735 var biskup-
um boðið að senda skýrslur yfir fædda og dána
ár hvert til Búnaðar og verzlunarráðsins (Oe-
conimie og Commerce-Collegium) í Kaup-
mannahöfn,2 en í því ráði átti sæti Nis Ham-
meleff (1735—1801), og er útdrátmr úr skýrsl-
um þessum frá 1735—1770, tekinn saman af
honum, birtur í Lærdómslistafélagsrimnum VI.
bindi bls. 264. Prestar munu hafa verið mjög
misjafnlega samvizkusamir í skýrsluhaldi sínu,
og verður skýrsla Hammeleffs að gjalda þess.
Það, sem gerir hana rortryggilega, er t. d., að
árin 1743—1744 eru jafnmargir taldir fæddir
og dánir bæði árin, og 1747, 1748 og 1749
telur hann jafnmarga fædda og dána í Skál-
holtsstifti. Má af þessu ráða, að hann hafi vant-
að skýrslu yfir árið 1743 eða 1744 og skýrslu
úr Skálholtsbiskupsdæmi einhver tvö áranna
1747, 1748 eða 1749 og fyllt þessar eyður með
tölum þess árs, sem hann hafði skýrslur yfir.
Einnig er grunsamlegt, að jafnmargir eru taldir
dánir í Skálholtsstifti 1756 og 1757, en Hannes
biskup telur 2500 dauða í Skálholtsstifti 1757,3
og er það langtum hærri tala en hjá Hammeleff.
Einnig ber að athuga manntalstöflu yfir Hóla-
stifti eftir Stefán amtmann Þórarinsson í XII.
bindi Lærdómslistafélagsritanna, bls. 252—253,
sem nær frá 1768—1790. Sú skýrsla er gerð
eftir bókum prófasta og nær yfir þrjú sömu ár
og skýrsla Hammeleffs (1768—1770). Ber
þeim ekki saman um neina tölu, og miklu
skakkar um sumar. Veikir þetta enn trú á á-
reiðanleik skýrslugerðar á þessum tíma. Þó eru
tölur Hammeleffs yfirleitt bezta fáanleg heim-
ild um mannfjölda og mannfall á Islandi 1751
—1759.
Á annálum er lítið að græða, nema helzt um
orsakir manndauða og svo almennar frásagnir,
en tölur era þar fáar og ótraustar. Áður hefur
verið getið útreikninga Arnljóts Olafssonar, en
þeir eru góðir að svo miklu leyti, sem gögn hans
leyfa, en hann notar skýrslu Hammeleffs. Hann
telur mannfjölda á íslandi 48799 árið 1751,
13