Mímir - 01.09.1968, Síða 15

Mímir - 01.09.1968, Síða 15
Árið 1753 dóu reyndar fleiri en fæddust, en þó var munurinn lítill. Hallærið var að aukast, en ekki er getið um sóttir nema í Ölfusvatns- annál, en þar stendur: „Enn þá var sóttsamt, dó margt fólk".15 Páll Magnússon, sýslumaður í Rangárvallasýslu, segir í bréfi 6. sept. 1753, að nokkrir hafi látizt, sem fullvíst sé, að hafi dáið af hungri.10 Ekki hefur ástandið verið burðugt í Árnessýslu, því að sýslumanninum þar, Brynjólfi Sigurðssyni, farast svo orð í bréfi 8. sept. 1753: ... den gemeene Mand som eeneste bruger Fisk og Meelkemad til Live[t]s Ophold og Fpde, maatte lide og udstaae Hunger og Dyrtiid næstleden Vinter og Foraar, saa 5. Mennisker ere der af creperede og dpdede her i Sysselet, mange af Bpnderfolk har op- holdt Livet med Rpdder af Jorden, og Tang af Stranden for Fpde.. ,17 Næsta ár fjölgar fólki lítillega, og er það vegna óvanalega hárrar fæðingartölu. Dánar- hlutfall er þó fyrir ofan meðallag þeirra ára, sem Páll Briem tekur í skýrslu sína um mann- fjölda (1735—1895).“ Ölfusvatnsannáll minn- ist á kvefsótt og kveður margt „strjálfólk" hafa látizt.19 Árið 1755 er dánarhlutfall lægra en árið áð- ur, en þó munar nokkru, hve fleiri deyja en Mynd: 1 MANNFJÖLDI Á ÍSLANDI 1750—1760 & Heimild: Ritgerð Arnljóts Ólafssonar: Um mannfjölda á íslandi í fyrsta bindi af Skýrslum um Landshagi á íslandi. I.—V. Kh. 1858—1875. 15

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.