Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 18

Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 18
Suðurnesjum. Ekki verður hér dæmt um læknis- fræðilegt sannleiksgildi orða Hannesar, en vel getur hann haft eitthvað fyrir sér í þessu. I rit- inu „Sóttarfar og sjúkdómar á Islandi" telur Sigurjón Jónsson læknir hungur og hörgulsjúk- dóma hafa verið aðalorsök óeðlilegs manndauða árið 175 8,39 en minnist ekki á, að menn hafi getað étið sér til óbóta í góðærum. Arið 1759 varð enn töluvert mannfall, og fleiri dóu en fæddust. Dánarhlutfall var 37,8%o, helmingi lægra en árið áður. I Hólastifti fædd- ust miklu fleiri en dóu þetta ár (354 fæddir móti 196 dauðum), og virðast Norðlendingar að mestu hafa verið búnir að ná sér eftir harð- indin. En í Skálholtsstifti deyja 1449 á móti 652 fæddum. Ekki er þó sagt frá neinum harð- indum þetta ár, og frekar má kalla þetta góðæri. Reyndar kom nokkur hafís, en hann hefði frek- ar átt að gera Norðlendingum illt en Sunnlend- ingum. Olfusvatnsannáll segir reyndar: „Fáir menn dóu á þessu ári",40 og skýtur einhvers staðar skökku við. Annaðhvort eru þessi um- mæli marklaus, enda annállinn ekki skrifaður samtímis viðburðunum, eða villa er í skýrslu Hammeleffs. Arið 1760 er fyrst komið nokkurt lag á afkomu Islendinga. Dánarhlutfall er þá 22,7%o, og mun fleiri fæðast en deyja, einkum í Hólastifti. Ein er orsök mannfalls á árunum 1752—59, sem ekki hefur enn verið minnzt á, en hún er þó að margra áliti einna þyngst á metunum. Það er léleg verzlunarþjónusta við Island í tíð Hörmangarafélagsins. Hörmangarar höfðu verzl- un hér frá 1743—1758, og það er illræmdasta verzlunartímabil í sögu þjóðarinnar, einkum seinni hluti þess. Þess ber að gæta, að enda þótt ekki áraði vei öll fyrsm ár verzlunarfélagsins hér, græddi það vel framan af. Þegar harðindin hófust fyrir alvöru um 1752, hafði það fljótt áhrif á vöxt og viðgang félagsins. Þó að kaup- menn reyndu að ná sem mestu af landsmönnum af vöru, sem var í háu verði, svo sem kjöti og fiski, varð þurrð á því, sem til var af þess konar vöru í landinu. Viðleitni félagsins til að selja ís- lendingum ýmsa léttavöru og oft óþarfa, en svíkjast um að flytja inn nægar birgðir af mat- vælum, dugði engan veginn til að halda félag- inu í horfinu, auk þess sem óvinsældir þess juk- ust mjög vegna þessa. Loks var félaginu vikið frá með konunglegum úrskurði frá 16. maí 1757.41 Ekki er hægt að gizka á, hve lengi félagið hefði verzlað hér, ef harðindin hefðu ekki kom- ið til, en mjög er líklegt, að dómur sögunnar yfir Hörmöngurum hefði orðið mildari, ef erfið- leikar vegna harðinda hefðu ekki sett þeim stól- inn fyrir dyrnar og beinlínis þvingað þá til harð- drægni í viðskiptum. Á árunum 1752—1758 kom oft helmingi minna af mjöli til landsins en beðið hafði verið um, og félagið sveikst oft um að láta sigla á ýmsar hafnir, t. d. Reykjarfjörð og Grindavík. Eins og áður er sagt, sóttust kaupmenn eftir að selja landsmönnum ýmsa léttavöru, svo sem tóbak, brennivín, léreft o. s. frv. og vildu helzt fá goldið í kjöti eða fiski, en gáfu h'tið fyrir prjónles eða ullarvöru eða tóku jafnvel ekki við því. Ötulastir að halda uppi rétti landsmanna voru þeir Skúli Magnússon landfógeti, Magnús Gíslason amtmaður og Bjarni Halldórsson, sýslumaður á Þingeyrum. Hann segir í bréfi til stiftamtmanns 30. sept. 1753, að Hörmangarar eigi mesta sök á því hörmungarástandi, er þá var, enda von, að illa fari, þegar lífsbjörg sé svæld út úr fólki fyrir kramvöru og óþarfa.42 I öðru bréfi til sama aðila frá 22. sept. 1756 leggur Bjarni sýslumaður kaupmenn nokkuð að jöfnu við harðindin, þegar hann segir frá vanhöldum á skepnum bænda: ... i disse haarde Aaringer og besværlige Tiider er ingenstæds i Landet saa jammerligt Tilstand som i dette og næstliggende Schagefjords Syssel, da Qvæget til forn er deels forliist, deels borthandlet til Ki0b- mændene.. ,43 I sama streng tekur Brynjólfur Sigurðsson, sýslumaður í Árnessýslu, í bréfi 6. sept. 1752: Er her stoer Mangel af Fisk, hvorfore Folk har været npdt til at sælge til Kipbmanden det som Vinteren overlevede af Spjder for sin Npdsinn og Madvahre, som de, ikke kunde undvære.11 Góða hugmynd um verzlunarhátm á þessum 18

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.