Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 21
krefjast meira af lífinu en bardaga og fjár, þótt
hvorugt væri honum leitt.
Sá þáttur sögunnar, sem fjallar um ást Egils
og samskipti hans við konuna, sem hann elskar,
er ekki hávaðasamur, og má vera, að hann nái
ekki eyrum allra lesenda sögunnar vegna orustu-
gnýs og annara háværra atburða og orðræðna.
Egill ann einni konu, og sú ást er hvorki smá
né átakalaus fremur en annað í fari hans. Um
tilfinningar hans í þessum sökum er Egla næsta
fáorð, en segir þeim mun stærri sögu með því,
sem látið er ósagt, en lesandann rennir grun í.
Egill flíkar ekki ástartilfinningum sínum, held-
ur fyllist þunglyndi og hengir haus, þegar ást-
arþráin yfirþyrmir hetjuna.
Sérkennileg og ævintýraleg atburðarás leiðir
Egil á braut ástarinnar. Hjá Skallagrími leitar
athvarfs Austmaður nokkur, stórættaður og ör-
geðja, en hann hafði bakað sér útlegðardóm með
því að nema á brott stúlku, sem hann hafði feng-
ið ofurást á, en faðir hennar synjað ráðahags.
Avöxtur þessa ævintýris var stúlkubarn, sem
hlaut nafnið Asgerður. Hún fæddist að Borg
og ólst þar upp, eftir að foreldrar hennar héldu
aftur til Noregs og fengu að giftast.
Þessi stúlka elst upp með Agli, og eru þau
jafnaldrar. En þegar hún er orðin frumvaxta,
kemur glæsimennið og ævintýramaðurinn Þór-
ólfur út til Islands og hafði aflað sér fjár og
frama með öðrum þjóðum og í víkingaferðum.
Þórólfur býr skip sitt aftur til Noregsferðar
næsta vor, og'með honum skyldi Asgerður fara
til foreldra sinna í Noregi. „Asgerður var hin
vænsta kona og hin gervilegasta, vitur kona og
allvel kunnandi”, segir í sögunni.
Egill á að vera eftir heima, óstýrilátur ungling-
ur, giíminn, málvís, skáldmæltur, risi að vexti,
svartur og ljótur. Egill vill einnig fara utan með
Þórólfi, en Þórólfur synjar bónar hans um það.
Egill tryllist og hefur sitt fram með óbilgirni,
ofbeldi og hótunum. Sagan skýrir þessi ofsa-
fengnu viðbrögð Egils ekki nánar. Lesandann
grunar sennilega ekkert enn nema skapofsa
unglingsins og útþrá. En síðar í sögunni verður
ljóst, að Egill hefur unnað Asgerði frá barn-
æsku, og Egill, sem er óvæginn tilfinningamaður
að eðlisfari og þar að auki á hinum jafnvægis-
lausa unglingsaldri, verður hamstola, þegar taka
á Asgerði frá honum. Hann verður að fylgja
henni eftir.
Astarsaga Egils heldur áfram og nú erlendis.
Aðstaða Egils er vonlaus, og það gerir hann sér
ljóst. Asgerður er fullþroska og sópar að sér
athygli og aðdáun með fegurð sinni og þokka.
Egill er ljótur og stríðlyndur unglingur og tjáir
engum hug sinn eða tilfinningar. Hann dáist að
eldra bróður sínum, sem verður honum fyrir-
mynd hetjuskaparins, en hann verður jafnframt
að horfast í augu við þá staðreynd, þótt bitur sé,
að það er Þórólfur, sem hreppir hnossið og fær
stúlkunnar. Og auðvitað heillast Asgerður af
glæsimenninu, en unglingurinn ólánlegi er að-
eins leikbróðir hennar úr bernsku.
Egill grefur ógæfu sína í sjálfum sér. Hún
ólgar í honum ásamt vanmetakennd vegna þess,
hve hrikalegur hann er ásýndum. Með Agli er
jafnan óhugnanleg þögn á ytra borðinu, þegar
tilfinningaofsinn er hvað mestur inni fyrir, unz
að því kemur að ólgan brýzt út í mannskæðum
hamförum eða í skáldskapnum, þegar bezt læt-
ur. En Egill bugast ekki vegna þessarar óánægju
og vonbrigða. Vitsmunir hans og kapp leiða
eðlilega til þess, að hann eflist að andlegum og
líkamlegum íþróttum og er vaxandi maður að
sjálfstrausti og virðingu.
Sú var gæfa Egils, að um þessar mundir
batzt hann vináttuböndum við frænda Asgerðar,
Arinbjörn, son Þóris hersis. Sú vinátta var óbil-
andi og báðum ómetanlega mikils virði.
Um meyjarmálin varð forlögunum ekki hnik-
að. Þórólfur kvæntist Asgerði. Agli er ofraun
að sækja brúðkaupsveizluna. Hann verður sjúk-
ur, þegar brúðkaupsgestþ halda glaðir brott. En
brátt fer honum að þykja daufleg vistin. Hann
rís úr rekkju og fer í dálítið undarlegt ferðalag,
hittir Eirík blóðöx og Gunnhildi drottningu á
búi ármanns þeirra, drekkur sig vel fullan,
drepur ármanninn sér til gamans, og fær síðan
forðað lífi sínu með naumindum.
Brúðkaupsveizlunni var lokið. Egill er allur
21