Mímir - 01.09.1968, Síða 25
KRISTINN JÓHANNESSON:
LAXNESS, TAO OG TEMÚDJÍN
i.
Til allra hluta liggja nokkur rök. Svo er og um
það tiltæki mitt að fara hér nokkrum orðum um
taóisma og Halldór Laxness. Um það efni hafa
þegar verið ritaðar greinar af færum mönnum,
og virðist í fljótu bragði ástæðulaust að ætla
sér að bæta þar nokkru við. Því skal ég rök-
styðja framhleypni mína.
A vormisseri 1968 tók Eiríkur Hreinn Finn-
bogason, borgarbókavörður, við kennslu þeirri
í íslen^kum nútímabókmennmm, sem Andrés
Björnsson, núverandi útvarpsstjóri, hafði haft
á haustmisseri 1967 í orlofi prófessors Stein-
gríms J. Þorsteinssonar. Þar kom sögu, að Hall-
dór Laxness var tekinn til rannsóknar. Hafði
Eiríkur orð á því, að gaman væri að bera sam-
an Bókina um veginn og söguna Temúdjín snýr
heim eftir Laxness, athuga, hvernig Laxness not-
færði sér Bókina um veginn í þeirri sögu og
hafa til hliðsjónar ummæli hans um téða bók
og taóisma almennt. Þar kom, að ég tókst þetta
verkefni á hendur og gerði af því seminarer-
indi. Ur því erindi er grein þessi unnin. Efninu
er því að sjálfsögðu þröngur stakkur skorinn.
Feginn hefði ég viljað gaumgæfa frekar áhrif
taósins í öðrum verkum skáldsins, en þess á ég
öngvan kost nú. Því ber að líta á þær tilvitnan-
ir, sem teknar verða úr öðrum skáldverkum
Laxness en sögunni um Temúdjín, fremur sem
ábendingu til glöggvunar en niðurstöðu gagn-
gerðrar könnunar. Vona ég, að annað skýri sig
sjálft í grein minni.
II.
Fyrst skulum við glugga í hugmyndir þær, sem
taóisminn er sprottinn úr, hugmyndir, sem þró-
azt höfðu í margar aldir með Kínverjum.
Aðalatriði hugmyndanna um tilveruna voru
eitthvað á þessa leið: í upphafi er tai-chi =
upphafsstaður eða frumeind. Þessi frumeind, ef
svo má kalla hana, inniheldur tvo hluta eða
tvö öfl, sem einnig hafa verið til frá upphafi,
Yang og Ying. Yang er Ijósið, hitinn, hið stöð-
uga, karllega og góða afl. Ying er myrkrið,
kuldinn, hið hvarflandi, vonda og kvenlega afl.
Yang er ennfremur himneskt en Ying er jarð-
neskt. Yang og Ying eiga í baráttu. Kraftar
þeirra beggja mynda þoku og reyk, þ. e. hið
dauða efni. Frá himneskri kraftuppsprettu Yang
kemur heitur lífsstraumur til efnisins og skapar
fyrstu lifandi veruna.
En þegar tai-chi strax í upphafi skiptist í
Yang og Ying, kom fram eilífur, óháður al-
heimskraftur. Þessi kraftur er Tao. Tao stjórnar
síðan öllum samskiptum Yang og Ying og þau
öfl harmonera aðeins vegna áhrifa þessa afls.
Það hefur vafizt fyrir mönnum að útskýra
Tao, enda er það óhemju vítt hugtak. Það hef-
ur verið skýrt með orðunum vegur, regla, hugs-
un, hið innsta, lífslögmál. Það er þannig að
innihaldi til ekki ólíkt Orðinu í Jóhannesarguð-
spjalli; logos, sem einnig er þýtt með Tao í
kínverskum biblíuþýðingum.
Eftir þetta stutta yfirlit er rétt að gera sér
grein fyrir upphafi, gerð og þróun taóismans.
Ekki vitum við mikið um höfund bókarinn-
ar Tao-teh-king, meistarann Lao-tse. Einn af hin-
um gömlu sagnspekingum Kína hefur þó látið
eftir sig nokkurn fróðleik um þennan dular-
fulla mann og verðum við að taka meginatriði
hans gildan. Auðvitað hafa gengið ýmsar helgi-
sögur um meistarann, svo sem að hann hafi
fæðzt sem hvítskeggjaður öldungur yfir áttrætt,
hafi lifað á þriðja hundrað ár og orðið uppnum-
25