Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 27

Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 27
Ef þér finst þú þurfir tónlist af streingjum, gættu þess þá að missa ekki þeirrar ánægju sem þú hefur af þessum hlut; þessum einfalda hlut sem hér er fyrir framan þig. Þú munt ekki fá notið tónlistar af streingjum, nema þú hafir ánægju af þessum hlut; (eftilvill þögn- inni). Lærðu að unna þessum hlut, annars muntu ekki fá unnað tónlist af streingjum lútunnar. Upphaf tónlistar er að geta unnað þessum hlut (t. d. einföldu lífi; eða jafnvel margbrotnu lífi). Spakmælið getur líka orðið að æðsta boðorði aft- urhaldsins: Sættu þig við lágmark allra gæða; eða: ætlaðu þér ekki hærra. Með enn öðrum orðum: Sértu ánægður með þennan hlut, það er að segja eymd og volæði, þá þarftu ekki að gera byltíngu. Þá er þetta um leið orðin uppgjafarheimspeki fánga og dauðamanns, þess manns sem dáist að öxinni og höggstokknum í svartholinu, nóttina áður en hann verður ieiddur út. Afturámóti, ef „þessi hlutur" er byltíngin, þá þarfnastu ekki tónlistar af streingjum lútunnar, því þá er byltíngin orðin þér sú tónlist sem ekki alleina býr í streingjum, heldur einnig í lúðri, flautu, sem- baló, og trumbu; og jafnvel í þögninni.r' III. I greininni Bækur í Alþýðubókinni kemst Laxness svo að orði: Þá er að lokum ein sú bók, er ég set hæst allra bóka um sálina, enda þótt ég skilji ekkert, hvað í henni stendur, en það er litla bókin eftir gamla manninn. Það er sagt, að í rauninni hafi gamla manninum aldrei dottið í hug að skrifa bók, því hann hafði alla ævi átt heima í litlu þorpi i Kína- landi innan um óbreytt fólk og líklega unnið fyrir sér með því að bera út skattskýrslur eða póst, því hann virðist hafa komið að dyrum margra. —-------- Gamli maðurinn segir á einum stað í bók sinni, að því sé líkt farið að stjórna stóru ríki eins og að sjóða smáa fiska, og ber víst að skilja það svo, sem fiskurinn vilji losna frá dálkinum í suðunni.----- Og það, sem eftir lifði nætur, sat gamli maðurinn uppi og skrifaði litlu bókina sína um Veginn við týruna á kertinu sínu og fékk bóndanum að morgni, hélt síðan leiðar sinnar yfir fjallið. Á þennan hátt er til orðin hin merkilegasta bók, sem nokkru sinni hefur verið rituð í heiminum.0 I ritdómi um nýja þýðingu á Bókinni um veg- inn í Tímariti Máls og menningar 1942 segir Laxness svo: Ég kynntist henni sextán ára drengur og hef unn- að henni síðan, án þess nokkurn dag bæri skugga á þá ást. Meðan annað breyttist í hug og heimi voru töfrar hennar samir, og þó ég yrði hrifinn af öðr- um bókum, var engri hægt að líkja við hana. Hver setning hennar er tónlist, sem ber hug manns á vit Oms og Oskópnis, hljómur hennar hinn eilíflega óuppleysti kvintur. Ég reyndi að gjalda henni þakkir ævi minnar í lítilli sögu, Temúdjín snýr heim, þar sem Dséngis-kan er látinn mæta taóismanum, en nú, þegar ég lít enn einu sinni á upphafsorðin, blygðast ég mín — „það taó, sem verður lýst með orðum, er ekki hið eilífa taó".------ Bókin um Veginn er hanzki, sem var i upphafi kastað í andlit konfúsíanismans, mótvægi og and- svar gegn honum og spott um hann; hún er fram- ar öllu draumur sveitasælunnar, sem ævinlega hefur verið einn sterkasti þáttur og töfrafyllstur í lífi, list og bókmenntum Kína.----------- Um taóismann, sem á grundvöll sinn í Bókinni um Veginn, kemst Lin Jútang svo að orði í hinu sí- gilda riti sínu um kínverska menningu: „Taóism- inn táknar í fræðum sínum og framkvæmd sérstaka tegund af kæringarlausum rónahætti, ruglandi og eyðandi efasemdastefnu, hlær spottandi að öllum mannlegum fyrirtækjum og misheppnan allra mann- legra stofnana, að lögum, landstjórn og hjúskap, og hefur yfirleitt illan bifur á öllum hugsjónum, þó meir fyrir trúleysis sakir en þróttleysis. Hann er heimspeki, sem stefnir þvert gegn jákvæðisstefnu Konfúsíusar, og kemur að góðu haldi sem öryggis- ventill á ófullkomleika þess þjóðfélags, sem við hann er kennt. Þvi konfúsíanska lífsviðhorfið er já- kvætt þar sem taósjónarmiðið er neikvætt, og upp úr gullgerð þessara tveggja ólíku höfuðraka rís síðan hið ódauðlega fyrirbrigði, sem vér nefnum kínverska lyndiseinkunn".7 I ræðu, sem Laxness hélt í Peking 12. des- ember 1957 og prentuð er í Gjörníngabók, segir hann á þessa leið: In my youthful days I learned to love an old Chinese book very dearly. Despite the many changes that my mind has undergone during the years, there never was a day that this old book lost its value entirely for me; again and again, in different phases of my life it seemed to be the "best book in the world”. It is the Tao-teh-ching. You might think dif- ferently of your old book yourselves. You might find it not in keeping with the new times and want to live according to other books. Of course I can- not pride myself on having lived according to Tao- 27

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.