Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 36

Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 36
jurt varð kunn á Norðurlöndum um líkt Íeyti og askurinn,3 og á það meðal annars sameigin- legt með vínviði, að henni er nauðsynlegt að styðjast við styrkari stofna tii þess að geta blómgazt og borið ávöxt. Kenning Sperbers fær óvæntan stuðning frá latneskum skáldskap. Rómverjar láta sér að fornu tíðrætt um samband vínviðar og styrktar- stofns, og helzta sögnin, sem notuð er um þessa tengingu er mantare: gifta. Vínviður er kven- kynsorð í latínu, og í brúðkaupskvæðum Catul- lusar (og reyndar víðar) kemur brúðurin fyrir í þeirri iíkingu. lenta sed uelut adsitas uitis implicat arbores, implicabitur in tuum complexum.'1 En eins og hinn sveigjanlegi vínviður umvefur nálæg tré, mun hann [brúðguminn] umvafinn faðmlagi þínu. Vt uidua in nudo uitis quae nascitur aruo, numquam se extollit, numquam mitem educat uuam, sed tenerum prono deflectens pondere corpus iam iam contingit summum radice flagellum: hanc nulli agricolae, nulli coluere iuuenci: at si forte eadem est ulmo coniuncta marito, multi illam agricolae, multi coluere iuuenci: sic uirgo dum intacta manet, dum inculta senescit; cum par conubium maturo tempore adepta est, cara uiro magis et minus est inuisa parenti.5 Eins og „ógiftur" vínviður, sem vex á berangri, reisir sig aldrei upp og ber aldrei mjúkan ávöxt, en fín- gerður líkami hennar kiknar og drúpir fyrir eigin þunga og er um það bil að snerta rótina með efsta sprota sínum, engir bændur né uxar veita henni um- hirðu; en ef hún er hins vegar gefin álminum „í hjónaband", hirða um hana margir bændur, margir uxar: þannig fer meynni, á meðan hún er ósnortin, á meðan hún eldist umhirðulaus; en sé hún í tæka tíð gefin í verðugt hjónaband, hlýtur hún meiri ástúð af manni sínum og verður foreldri sínu ekki eins hvim- leið. Eftirtalin menningarsöguleg atriði telur Sper- ber upp samkvæmt rituðum indverskum heim- ildum, orðsifjakenningu sinni til stuðnings: 36 Meðal indóevrópskra þjóða tíðkaðist, að sá eld- ur, sem til helgiathafna var hafður, væri tendr- aður með því að núa saman bútum ólíkra við- artegunda, eða öllu heldur boruðu menn hin- um harðara viði, sem var staflaga, inn í hinn veikara.0 Þar sem þessi tendrun elds sýndi tals- verða samsvörun við kveikingu mannlegs lífs, hlaut sú hugmynd að koma upp, að upphaf mannlegs líkamshita mætti rekja til fyrrgreindr- ar helgiathafnar. Sömu heimildir bera þess vitni, að helgi asksins hefur verið tengd tendrun elds, og með vissu hefur askurinn verið meðal eld- tendrandi viðartegunda með Grikkjum. Emblan kemur prýðilega heim við þessar upplýsingar, þar sem ýmsar tegundir vafningsjurta hafa verið notaðar sem „kvenlegar" kveikjur, jafnframt því sem stuðningur þeirra af sterkari trjám hefur verið túlkaður sem hjónaband. Þess má loks geta, að Sperber telur orðið skylt keltneska orð- inu amella (fyrr: *ampelld)\ klifurjurt.7 1 Yfirlit má fá hjá Pipping, Studier i nordisk Filo- logi 17, 1926, Nr. 3, 41, en hann hallast að fyrri kenningunni, sem kennd er við Sophus Bugge. Deilan stendur um hina endurgerðu orðmynd hans *Elm(b)la, en mér vitanlega hafa ekki verið born- ar brigður á það, að kenning Sperbers geti verið rétt. De Vries hallast að skoðun Bugges; um síð- ari kenninguna segir hann aðeins, að hún sé íhug- unarverð. 2 Paulys Realenzyklopádie der classischen Alter- tumswissenschaft, Band IX A, 1. Stuttgart 1961, dálkur 544—554. 3 Gunnar Andersson: Svenska váxtvárldens historia 48. 4 Catullus 61. 102—105, útg. Fordyce, Oxford 1961. 5 Catullus 62. 49—58, útg. Fordyce. Hér er álmur „maki" vínviðarins eins og oftast var á Italíu. Dæmi eru um ask til þeirra nota (Verg. Georg. II 359), en það er hér að sjálfsögðu aukaatriði. 0 Sbr. ísl. bragðalseldr, Bisk. I '616, II 176. 7 Margur leitar langt yfir skammt. Eg hefði sparað mér allt þetta umstang, ef mér hefði hugkvæmzt fyrr en nú, er greinin er komin í þriðju próförk, að fletta upp í Völuspárútgáfu Sigurðar Nordals. Þangað skal þeim vísað, sem vilja lesa um þetta efni í stuttu og ljósu máli.

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.