Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 41

Mímir - 01.09.1968, Blaðsíða 41
Allir kannast við hin fjölmörgu merkingarlausu ó og æ í íslenzkum skáldskap! Hér er ekkert rúm til að gera grein fyrir þeim köfliun bókarinnar, sem um þessi mál fjalla, og næst skal staðnæmzt við bragliði eða „takt- former.” Þar er þess helzt að geta sem við kem- ur Islendingum, að Lie telur öfuga bragliði nauðsynjalausa, þegar talað sé um norska brag- fræði — og hvað mætti þá segja um íslenzka? Telur höf., að þarna sé aðeins spurning um, hvort vísuorð hefjist með forlið (upptakti) eða ekki, og geti þá forliðir allt eins verið tveir og einn. Þessi niðurstaða mætti verða þeim er um íslenzka bragfræði þurfa að fjalla, nokkurt gleðiefni, þar eð flestir hafa hengt sig í hina erlendu öfugu liði (sbr. t. d. stórkostlegt dæmi í bragfræði þeirri sem kennd er til landsprófs. Þar er þetta talinn öfugur tvíliður: í dag er glatt í döprum hjörtum!). Heiðarleg undantekning er þó Finnur Jónsson, sem m. a. sagði í Stuttri íslenzkri bragfræði (Kh. 1892): ... Það er einkenni íslenzks máls, að orðin eru frumáhert... Það er því alveg rangt, þótt sumir geri svo, að tala um „jamba" í íslenzku og um „jambískan" kveðskap... I íslenzku er slík kveðandi eða gangur í vísuorði e k k i t i I; þótt sum söng- lög sjeu kölluð „jambísk" og íslenzk kvæði ort undir þeim, eru kvæðin ekki fremur jambísk fyrir það... Bls. 74. Og síðar: Á milli áherzlusamstafanna í vísuorði geta staðið tvær áherzlulausar, og þá annaðhvort svo, að vísu- orðið byrji með áherzlusamstöfu eða með tveimur áherzlulausum, sem þá verða forskeytissamstöfur... Bls. 75. Ljóst er af þessu, að Finnur taldi jafnvel öfugan þrílið ekki koma til greina í íslenzku. Svo langt gengur Lie að vísu ekki, en telur þó óþarft að reikna með honum í norsku. Þá er að gera grein fyrir niðurstöðum formál- ans, þar sem höf. lýsir nýrri aðferð til að tákna bragarhætti. Skal sú táknun rakin hér, þótt hlaupið hafi verið yfir flestar forsendur hennar, í von um að menn skilji samt, hver aðferðin er. Sex atriði telur Lie að verði að koma fram í táknum: 1. Taktform (þ. e. bragliðagerð). 2. Opptakt eller ikke opptakt. 3. Taktantall i versene (vers: vísuorð). 4. Versantall i strofen (strofe: erindi). 5. Rimstilling. 6. Rimart (karlrím, kvenrím). Fram að riti Lies hafði aldrei verið búið til sæmilega nothæft táknakerfi til að skrá öll þessi atriði, en mér sýnist hann hafa fundið býsna einfalda og þægilega lausn málsins. Er hún í stuttu máli þannig: Áherzlusamstafa er táknuð með —, áherzlulaus með x (tvíliður þá —x, forliður og þríliður x—xx o. s. frv.). Taktfjöldi vísuorða er táknaður arabískum tölum. Fjöldi vísuorða er talinn rómverskum tölum, ef þörf er að sýna hann sérstaklega. Rím er að vanda táknað með bókstöfum (aabb, abab o. s. frv.) og má þá nota hástafi um kvenrím, lágstafi um karlrím. Frávik frá reglulegum takti er síðan táknað með svigum eða hornklofum utan um það, sem við á, t. d. ef þríliður kemur fyrir í óreglulegri dreifingu í tvíliðuðu kvæði, má sýna það —x(x), en nota hornklofa, sé dreifingin regluleg. Nánar skýrist þetta með dæmum. Fyrsta erindi Sæþoku Einars Benediktssonar er þannig: Sjávarauðnin hljóða, himinvíða, hringar sig um blakkan ferjunökkva. Ekki sjón að sjá, né hljóð að hlýða, hafbyrgt, sokkið allt og dag að rökkva. Loftið sjálft sig hvílir, heldur anda. Hálfnuð breiðist milli álfustranda þúsund rasta þjóðbraut allra lýða. Allt eru þetta tvíliðir, —x, fimm talsins í hverju vísuorði. Hefur þá Lie þann hátttinn á að setja ofan striksins bragliðafjölda í fyrsta vísu- orði, en neðan striksins bragliðafjölda í öðru vísuorði. Sé bragliðafjöldi í næstu vo. jafn hin- um fyrstu, má tákna það með venjulegu endur- tekningarmerki (:|), og síðan lætur Lie nægja eitt lóðrétt strik fyrir hverja endurtekningu. Sex fyrstu vísuorð þessa erindis má þá tákna : x og að hinu sjöunda viðbættu: —x:j|5, og þá er aðeins eftir að sýna rímröð; allt rím er kven- 41

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.