Mímir - 01.09.1968, Page 42

Mímir - 01.09.1968, Page 42
rím; og til frekari áréttingar má síðan taka fram vísuorðafjölda. Nákvæm táknun og end- anleg er þá: -f—x:||5ABABCCA VII. Hefur þá að vísu ekki verið tekið tillit til innríms, en vel mætti bæta slíkri táknun við kerfið. Þetta kann við fyrstu sýn að virðast flókið, en ég hygg menn munu sannfærast um, að svo er alls ekki, ef nánar er að gáð. — Annað dæmi mætti taka. Fyrsta erindi í þýðingu Matthíasar Jochumssonar á Morði Abrahams Lincolns eftir H. Ibsen er þannig: Eitt Vesturheims skot, — og Evrópa öll í uppnámi, logandi heit! En hvílík hrelling og harmaköll í herranna guilprúðu sveit! Þú Evrópa gamla með reglur og „rétt" og ráð við hvert skref eða stig, með mannorð, sem hvorki’ hefir hrukku né blett, svo heilög og fráskilin sök og prett’: þú bliknar, sem bent sé á þig! Hér er um að ræða sambland tví- og þríliða, forliður ávallt notaður. Bragliðatáknun verður því: x—x(x). I 1. vo. eru 4 liðir, í öðru 3 og þetta endurtekið tvívegis; í 7. og 8. vo. síðan 4 liðir og loks 3 í 9- Að Iokinni þessari taln- ingu og jafnframt rímathugun (allt karlrím), má tákna bragarháttinn þannig: x^-x(x):'| 4/4/3ababcdccd IX. — í öðrum erindum þýð- ingarinnar (og frumtexta) koma fyrir forliðs- laus vísuorð, og yrði þá táknun bragliðanna þar (x)—x(x). Hér hefur verið farið hratt — raunar alltof hratt yfir sögu um inngang bókarinnar, t. a. m. ekkert getið skemmtilegra kafla um rím. Þar er virðingarvert, að höf. gerir greinarmun á „stavrim" þ. e. ljóðstafasetningu og „allitteta- sjon," en það vita þeir sem litið hafa í erlendar bækur um bragfræði, að ekki er of títt. Er ekki vafi á, að lestur þessa inngangs gæti komið í veg fyrir bragfræðileg glappaskot á borð við þau er fyrir komu í síðasta hefti þessa rits, er skot- hendingar í kvæði eftir Snorra Hjartarson voru kallaðar rím á síðustu atkvæðum braglínanna í hverju erindi, hvað sem átt er við með því (síð- ustu atkvæði fleirkvæðra orða í íslenzku hafa sjaldnast áherzlu sem kunnugt er). Inngangi bragfræðinnar lýkur með stuttu yfirliti yfir sögu fræðigreinarinnar í Noregi. Og þá er loks komið að því sem kalla mætti megin- kafla bókarinnar, þótt ég telji innganginn að sönnu mikilsverðastan, a. m. k. fyrir aðra en Norðmenn. Þessi hluti nefnist De enkelte vers- og strofeformer. Hafi verið farið fljótt yfir sögu hér að fram- an, verður það þó sýnu fremur gert að því er tekur til þessa þáttar, sem í stutm máli er flokk- un bragarhátta og dæmasafn, hvort tveggja unn- ið að því er virðist af frábærri nákvæmni og al- úð. Þessi þáttur tekur yfir 585 bls. og verður engum manni skemmtilestur, en á hinn bóginn hin haglegasta handbók þeim, sem af einhverj- um ástæðum vill fá upplýsingar um norsk kvæði undir einhverjum ákveðnum bragarhætti. Dæmi em flest norsk, en nokkuð er þó seilzt víðar. T. d. eru nefnd þrjú kvæði íslenzk, tvö eftir séra Matthías og eitt eftir Knút Þorsteinsson frá Úlfsstöðum! (Þess ber að geta, að þetta kvæði heitir Noregur!). I bókarlok eru skrár; taldar eru 215 úrvals- bækur um bragfræði, gefinn uppflettilykill að bókinni, skrá yfir kvæðaheiti og upphöf (sú skrá ein er 80 síður, prentaðar með smáletri og þrír dálkar á síðu!), nafnaskrá og atriðisorða- skrá. Alls spanna skrár þessar einar 140 blað- síður. Það gefur auga Ieið, að slíka bók er á einskis eins manns færi að setja saman, þó svo hann hafi varið til þess mjög löngum tíma, eins og raunin mun vera um Lie, en hann getur þess líka í formála, að hann hafi notið við starfsliðs Nordisks Institutts. Nær mundi sá dagur renna yfir íslenzka fræðimennsku, að vísindamenn hennar ættu kost á svo sem einni skrifstofu- stúlku sér til aðstoðar við samningu íslenzkrar bragfræði? Það væri þarfaverk, og með bók Lies að leiðarljósi ef til vill ekki eins óárenni- legt og verið hefur fram að þessu. Reykjavík 17. júní 1968, Heimir Pálsson. 42

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.