Það bezta - 15.01.1948, Síða 19
Stytt smásaga eítir IF. IV. Jacohs.
að var kvöld og úti hráslaga-
veður, en í litlu setustofunni
logaði glatt á arninum. Faðirinn
og sonurinn tefldu skák, og
gamia, gráhærða húsfreyjan sat
í ró og friði með prjónana sína.
„Eg trúi varla, að hann konti
í kvöld,“ sagði húsbóndinn.
„Ojú, hann er kominn," sagði
Herbert sonur hans, um leið
og þungt fótatak nálgaðist
dyrnar.
Gamli maðurinn spratt á fæt-
ur og skundaði til dyra eins og
sá, er fagnar góðurn gesti, og
kom aftur inn í fylgd með háum
og herðibreiðum manni.
„Morris herforingi." sagði
hann og kynnti gestinn fyrir
konu sinni og syni.
Herforinginn heilsaði þeim
með handabandi, tók sér sæti,
setn honum var vísað til, við ar-
ininn, og horfði ánægjulega í
kringum sig, á meðan gestgjafi
hans tók fram viský og glös.
Við þriðja staupið varð hann
glaðlegii til augnanna og gerðist
ræðinn. en litla fjölskyldan
hlustaði forvitnum eyrum á
hinn langt að rekna gest, er hann
sagði frá einkennilegum stöð-
um, frá styrjöldum, plágum og
fjarrum þjóðum.
„Hvernig var annarrs sagan,
sem þú varst byrjaður að segja
mér á dögunum, þessi um apa-
loppuna?"
„Uss. það var ekkert,“ sagði
hermaðurinn fljótt, „sízt af ölíu
nokkuð frásagnarvert."
„Um apaloppuna?" sagði frú
White undrandi.
„Jæja, þá. Það er hluun . sem