Það bezta - 15.01.1948, Page 36

Það bezta - 15.01.1948, Page 36
3* ÞAÐ BEZTA Kleópatra og Great Expecta- tions, þustu trúnaðarmenn hans um hnöttinn þveran og endi- langan til þess að plægja jarð- veginn. Þetta bar þann árangur, að áhrifa Ranks gætir f kvik- myndagerö eða -dreifingu 62 landa, og hann á cða hefur hönd í bagga með stjórn 400 leiðandi kvikmyndahúsa utan heimalands síns. Hann hefur sjálfur tekið að sér ameríska markaðinn með því að gera samning við Uni- versal og Robert R. Young, járn- brautarkóng í Bandaríkjunum, um stöfnun nýs umboðs fvrir kvikmyndadreifingu í Banda- ríkjunum og Suður-Ameríku. Nú er Rank framkvæmdastjöri 70 fyrirtækja og stjórfiarformáð- ur í 23. Hann situr tií jafnaðar einn stjórnarfund á degi hverj- um. Aðalskrifstofa hans er í höllu líkri stórbyggingu á May- fair í London, en vinnustofa hans eru þó í raun réttri fjórar úttroðnar skjalatöskur, sem hann og aðstoðarmenn hans dragnast með, hvert sem þeir fara. Fyrir nokkrum árum þekkti hann ekki með nafni algengustu hluti, er kvikmyndir varða, en nú er kvikmyndagerðin orðin honum að heitri ástríðu. A hverjum föstudegi fer hann í kynnistör um kvikmyndaver sín, sem öll eru í London eða næsta nágrenni hennar. Hann er æv- inlega að fiýta sér og þýtur gegn- um vinnustofurnar með þvílík- um hraða, að fylgdarmenn hans, sem eru svifasveinni, eiga erf- itt með að fylgja honum eftir. Hann er „dús“. við „stjörnurn- ar“ og kemur fram við þær eins og heimafólk sitt. Þegar hann lítur yfir handrit að nýjum kvik- myndum, kemur oft fvrir, að hann gerir athugasemdir við hitt og þetta og hréssir upp á sam- tölin, ef honum finnst þau vera bragðdauf. En þegar myndatak- an er byrjuð, lætur hann allt af- skiptaiaust. „Brezk kvikmyndagerð getur kannske orðið sú hressing, sem Hollyivood þarfnast til þess að hrista af sér sjál fsþóttamókið“, sagði Sam Goldwin nýlega. „Hollywood hefur fjarlægzt hinn óbreytta mann alitof mikið. Svona er að verða auðugri en góðu itófi gegnir,“

x

Það bezta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Það bezta
https://timarit.is/publication/1957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.