Það bezta - 15.01.1948, Page 38
3G
ÞAÐ BEZTA
Janúar
ungan blaðamann, sem áður
fvrr hafði verið ráðlagt að snúa
sér að blaðamehnsku, vegna
þess að honurn var ákaflega létt
um að skrifa. Honum dauð-
leiddist starf sitt. Sökum þess,
að hann var enginn samkeppn-
ismaður að eðlisfari, var hann
svifaseinn. Erillinn á ritstjórnar-
skrifstofunum dró hann niður.
Hann hafði alltaf langað að
verða kennari.
Ég taldi hann á að fá sér stciðu
í drengjaskóla, og nú fæst hann
h'tilsháttar við ritstörf í tóm-
stundum sínum. í fyrsta sinn á
ævinni er hann nú í jafnvægi og
finnur sig vera á sínum rétta
stað.
Oft er engin nauðsyn á að
fara í alveg nýja starfsgrein. Fyr-
ir nokkrum mánuðum heim-
sótti mig framkvæmdarstjóri í
verksmiðju. Maðurinn var að
verða stórlega bilaður á taugum.
Við komumst að þeirri niður-
stöðu, að hann í starfi sínu fjall-
aði um hluti, en langaði hins
vegar mjög að deila geði við
jólk. Ráð mitt var, að liann
skyldi hafa á hendi forustustarf
í athafnalífinu, en finna sér
stöðu, þar sem hann ætti þess
meiri kost að vinna beinlínis
fyrir meðbræður sína. Mánuði
síður skrifaði hann mér og sagð-
ist vera orðinn sjúkrahúsráðs-
maður.
Iðulega hagar þannig til, að
ógerningur er að skipta alger-
lega um atvinnu í skjótri svip-
an. En þér eru alltaf opnir
möguleikar að snúa huganum að
einhverju öðru, þreifa fyrir þér
í tilraunaskyni í frístundunum
og komast að því, hvernig þú
kannt einhverri ákveðinni
starfsgrein. Gerðu síðan áætlun
um það, hvernig þú á fyrirfrain
ákveðnu tímabili getir hlotið
þá nýju stöðu, er þér leikur húg-
ur á. Þegar Herbert Hoover á-
kvað að gerast verkfræðingur,
tók hann liraðritarastöðu, aðeins
til þess starfa eitthvað hjá verk-
fræðingafyrirtæki.
Mestu varðar að hvika aldrei
frá þeirri áætlun, sem maður
hefur gert. Þegar þú ferð að
finna upp á vandkvæðum á
framkvæmd þess, er þú hefur
einsett þér, þá eru þér allar
bjargir bannaðar, og þú situr á-
fram fastur í gildrunni. Ég hef
heyrt þúsundir rnanna bera franr
afsakanir, sem hægt er draga
saman í þessa þrjá flokka:
„Ég hef ekki efni á því.“ Fyr-