Það bezta - 15.01.1948, Page 41
STARFSGLEÐI
39
Í9Í8
verkefni sé að ræða og til ein-
hvers að vinna. Þá er það ekki
lengur atvinna í þess orðs venju-
leg'u merkingu. Lækni, sem iifir
fyrir starf sitt, dettur ekki í hug
orðið atvinna, þó að hann sé
kaliaður úr veizlu til konu í
barnsnauð.
Það hefur verið lögð al!t of
mikil áherzla á, hvað við eigurn
að gera, í staðinn fyrir það,
hvað okkur langar til að gera.
Amelia Erhart skrifaði einu
sinni: ,,Ég flaug yfir Atlantshaf-
ið vegna þess, að mig langaði til
þess. Ef þetta er svokallað „kven-
legt sjónarmið" — þá látum svo
vera! En ég lít svo á, að ekkert
það sé til, sem karl eða kona
þarf að biðjast afsökunar á.
Hvort heldur maður flýgur
yfir Atlantshafið, selur vínar-
bjúgu, byggir skýskafa eða
stjórnar vörubíl, leysir hann
það því aðeins óaðfinnaniega af
hendi, að því fylgi einlæg ósk
um að leggja sig allan fram við
það."
!
Búfrceði og hyggindi
FYRIR SKÖMMU var ég á ^ferðalagi út um sveitir til þess að
safna éínivið í skýrshi um ákveðin þátt landbúnaðarins. Þá rakst ég á
mann, sera talaði af fjálgleik miklutn um viðfangefnið og kom víða
við. Á eftir spurði ég einn nágrannabóndann, hvers vegna einmitt þessi
maður, sem ekki hefði neina jörð, teldi sig geta svo djarflega úr flokki
talað. „Ójá, ekki er furða þó spurt sé,“ sagði bóndinri, „en það er lík-
lega þannig, að hann veit nógu mikið, til þess að geta sagt öðrum, hvern-
ig þeir eigi að búa, en er of hygginn til að reyna það' sjálfur."
Henry C. Byce.
Traust og vantraust v
VIZKAN MESTA, sem mér hefur hlotnazt af reynslu langrar ævi,
hljóðar svo: Öruggasta ráðið til þess að gera mann verðan trausts er að
treysta honura, og öruggasta ráðið til þess að gera hann óvcrðan trausts ér
að vantreysta honum og sýna það. — Henry L. Stimson.