Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 8
BJÖRN BJARNASON:
Af alþjóðavettvangi
Hollenzka stjórnin hefur ákveðið að verja
til hernaðarþarfa 859 millj. gyllina, sem er
rösk 20% af öllum ríkisgjöldum. Ennfremur
býst stjórnin við að þurfa að auka þessa upp-
hæð um 15% í lok ársins. Herþjónustutím-
inn verður lengdur úr 12 í 18 mán., því að
Hollendingar eiga að leggja til 60 þús.
manna í Evrópuherinn.
*
Á nýafstöðnu þingi Alþýðusambands Ind-
lands var samþykkt upptökubeiðni í „Verk-
fallsbrjóta sambandið", I. C. F. T. U. Aðal-
ritari þess, J. H. Oldenbrock, sendi 31. ág.
s.l. skeyti til Tryggva Lie, þar sem hann
lýsir ánægju sambandsins yfir aðgerðum
Sameinuðu þjóðanna í Kóreu. Einnig til-
kynnir bann að samtök sín muni einbeita
sér gegn Stokkhólmsávarpinu. Hann bætir
því við, að samtök sín muni berjast gegn
öllum aðgerðum kommúnista. „Hvenær sem
þeir gangast fyrir verkfalli, munum við berj-
ast gegn því.“
*
Eitt af óskabörnum Ameríska einokunar-
auðvaldsins er Walter Reuther, forseti sam-
bands bifreiðaverkamanna, varaforseti
C. I. 0., stundum nefndur „krónprinsinn í
C. I. 0.“ og miðstjórnarmeðlimur í Verk-
falisbrjótasambandinu. Nýlega undirritaði
hann kjarasamning við General Motors, er
skuldbindur verkamenn til að gera ekki
verkfall í næstu fimm ár. General Motors
er einn af þeim auðhringum Ameríku, er
mestan gróða hefur hramsað til sín af
vinnu verkamanna sinna eins og sjá má af
því, að árið 1947 var gróðinn af hverjum
verkamanni er hjá þeim vann 1585 dollarar,
árið 1948 var hann 2295 dollarar og 1949
var hann orðinn 2990 dollarar af hverjum
verkamanni. Á sama tíma höfðu laun verka-
manna lækkað úr 34 dollurum og 57 cent á
viku niður í 32 og 46 cent. Auk þessa hefur
kaupmáttur launanna minnkað verulega
vegna vaxandi dýrtíðar síðan stríðið í
Kóreu hófst, svo að jafnvel stjórn A. F. L.
kemst ekki hjá því að viðurkenna þá stað-
reynd:
„Verð helztu lífsnauðsynja hefur hækkað
um 15% síðan 23. júní. Áframhald þessa
ldýtur að hafa mjög alvarlegar afleiðingar
fyrir afkomu alls almennings.“ (Federated
Press, 11. ágúst 1950.)
*
Á þingi hrezku verkalýðsfélaganna í Mar-
gate s.l. haust var sú stefna stjómarinnar að
banna kauphækkanir, fordæmd. Flutnings-
maður þeirrar tillögu W. C. Stevens benti á
að kauphækkanir þyrítu ekki að þýða hækk-
un vöruverðs, því óhóflegur gróði atvinnu-
rekenda mætti vel minnka sem kauphækkun-
inni næmi. Einn helzti andmælandi þessarar
stefnu var Arthur Deakin, meðlimur í fram-
kvæmdaráði „Verkfallsbrjótasambandsins“,
er taldi það vera að fara ránshendi um eig-
ur atvinnurekenda, að skerða gróða þeirra.
Að boSi Bandaríkjanna
Stjórn Belgíu hefur tilkynnt, að hún muni
verja á þessu ári til hemaðarútgjalda 5000
millj. frönkum, umfram þá 8500 millj.
franka, sem áður höfðu verið ákveðnir.
Hinn 30. sept. tilkynnti stjómin stofnun
heimavarnarliðs, er ætti að sjá um öryggi
brúa, járnbrauta, verksmiðja og náma, ekki
aðeins á stríðstíma, heldur einnig í ólögleg-
um verkföllum, til að kenna mönnum að
bera „virðingu“ fyrir „rétti manna til áð
vinna í friði“.
Stjórn Luxemburg hefur á prjónunum að
lengja herskyldutímann úr 6 í 12 mánuði.
22. sept. bauð hún út 500 millj. franka lán,
sem á að verja til að byggja hermannaskála.
*
Norska stjórnin hefur ákveðið að verja
á næstu tveim árum 250 millj. króna til hers-
ins. Þessa fjárhæð á að taka með auknum
sköttum. Jafnhliða er í ráði að lengja her-
þjónustutímann.
*
Hernaðarútgjöld Svíþjóðar hafa síðastlið-
in 15 ár verið:
1936 .................... kr. 148.000.000
1946 .................... — 729.000.000
1948 .................... — 855.000.000
1950 ....................—1.050.000.000
*
26. sept. samþ. danska þingið skattahækk-
un að upphæð 200 millj. krónur auk lántöku
150 millj., sem allt á að renna til hersins,
auk þeirrar f járveitingar, er honum er ætlað
á fjárlögum. Það er eftirtektarvert, að allar
þessar miklu fjárveitingar til hernaðarund-
irbúníngs eru gerðar svo til á sama tíma.
En þegar öllum fjárhagslegum mætti
Benoit Frachon,
einn helzti forystumað-
ur franska verkalýðsins.
Aðalritari verklýðssam-
bandsins C. G. T. og sá
er mestan þátt hefur átt
í sköpun fteirrar eining-
ar franska verkalýðsins
er allar sundrungartil-
raunir auðvaldsins hafa
strandað á.
„Verkalýður Marshall-landanna og þá sérstaklega hér í okkar landi, sannfœrist betur með
hverjum deginum sem líður um þá staðreynd, að baráttan fyrir bættum lcjörum er óaðskilj-
anleg frá baráttunni fyrir friði. Verkalýðnum er Ijóst, að stefna stríðsœsingamannanna er
landinu stjórna, hinn óhóflegi fjáraustur til hernaðarþarfa og einbeiting efnahagskerfisins
í þágu stríðsundirbúnings fyrir honum aðeins fátœkt, atvinnuleysi og versnandi lífskjör.“
— Frachon: Le Peuple 8. nóv. ’SO.
2
VlNNAN OG VERKALÝÐURINN