Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 39

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 39
'----------------------------------------\ JOHAN FALKBERGET: KVÆÐI 0, þessi jörð geymir óð minna feðra undir innsigli Guðs. Þeirra einföldu söngva um skort og nauð og skammtað brauð. Skapþungir eygðu þeir örlagaspil í sólskini og regni og svartabyl. Og einnig þar mun eitthvert sinn af Guði innsiglast óður minn. H. B. B. V-___________________________________ y þessum tíma annars vegar og karfaveiðasamning- ana hins vegar. — Og hún valdi verkfallið. Athyglisvert er það að stjórn S. R. velur þann kost þrátt fyrir aðvaranir forystumanna sjómanna á Norður- og Austurlandi, en þeir töldu tímann óhentugan til verkfalls fyrir sjómenn. í stað þess að hlíta þessum ráðum: nota tækifærið til að tryggja sjómönnum allgóða atvinnu á karfaveið- um meðan tíminn var óhagstæður til baráttu fyr- ir bættum kjörum á ís- og saltfiskveiðum og bíða með verkfallið þar til það gæti komið betur að haldi fyrir sjómenn, í þess stað leggur hún út í verkfall, sem útgerðarmenn sjá ekki ástæðu til að sinna af neinni alvöru hátt á fjórða mánuð. Loks á fimmta mánuði verkfallsins, þegar verkfallið var farið að verða útgerðarmönnum áhyggjuefni og sjómenn stóðu loks á þrepskildi sigursins, þá tek- ur stjórn S. R. á sig rögg og safnar óvígum her landmanna á fund í Sjómannafélaginu til að þröngva upp á verkfallsþreytta sjómenn sjónar- miðum útgerðarmanna um lausn deilunnar. Og hér var sannarlega fylgt eftir laginu: Á sama land- mannafundinum, sem skar úr um málalok í tog- aradeilunni og næsta fundi á eftir sem einnig var þéttsetinn landmönnum var svo búið um hnút- ana í uppstillingu til stjórnarkjörs, sem nú stend- ur yfir, að óþarft er að vænta mikils af forystu Sjómannafélags Reykjavíkur á næsta ári að því er snertir leiðréttingu á núgildandi togarasamning- um. Þessi kjaradeila hefur eigi aðeins afhjúpað sem framast má verða sviksemi og spillingu forystu- manna Sjómannafélags Reykjavíkur, heldur einn- ig leitt í ljós átakanlega mynd af því hvernig Jressi fjandsamlega forysta hefur í félagi fólk úr óvið- komandi starfsgreinum og öðrum stéttum til að halda sjálfri sér við völd og sjómönnunum niðri í félagi, sem þó er kennt við sjómenn. Þetta gefur sjómönnum ástæðu til að leggja aukinn þunga á þá kröfu að hinu skammarlega ófrelsi í þeirra eigin félagi verði létt af þeim, að Jreir fái ekki aðeins notið þess frumréttar að vera sjálfráðir og óáreittir í eigin stéttarfélagi af óvið- komandi fólki þegar þeir fjalla um eigin kjara- mál, heldur veitist þeim einnig sá sjálfsagði rétt- ur að velja sjálfir trúnaðarmenn í sínu eigin fé- lagi, án íhlutunar manna úr öðrum starfsgrein- um. Abstrakt Ég er vínið, sem þú teygar, vatnið, sem þú þráir, blóðið, sem svellur í ceðum þínum. í önn langra daga svala ég þorsta þínum. Á heiðríkum kvöldum drekkur þú hug þínum frið í bikaf mínum. Teygar þig djúpt í algleymi kyrrlátrar fyllingar allra óska. Þegar þú sefur, vaki ég í draumi þinum, þá elskar þú, en ert hljóður þegar dagar. Ég er hjarta, sem slœr á þjóðveginum, lijarta. í gömlum vinbelg, og þeir, sem fara um veginn drekka af mér. Varaðu þig, ég er hafið, þar sem dröparnif sameinast. Þú ert sandur á sjávarströnd. Hafið stigur þungt á sandinn, ber lmnn á iljunum stað úr stað og stígur alltaf yfir hann. A. J. VlNNAN OG VERKALÝÐURINN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.