Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Síða 39

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Síða 39
'----------------------------------------\ JOHAN FALKBERGET: KVÆÐI 0, þessi jörð geymir óð minna feðra undir innsigli Guðs. Þeirra einföldu söngva um skort og nauð og skammtað brauð. Skapþungir eygðu þeir örlagaspil í sólskini og regni og svartabyl. Og einnig þar mun eitthvert sinn af Guði innsiglast óður minn. H. B. B. V-___________________________________ y þessum tíma annars vegar og karfaveiðasamning- ana hins vegar. — Og hún valdi verkfallið. Athyglisvert er það að stjórn S. R. velur þann kost þrátt fyrir aðvaranir forystumanna sjómanna á Norður- og Austurlandi, en þeir töldu tímann óhentugan til verkfalls fyrir sjómenn. í stað þess að hlíta þessum ráðum: nota tækifærið til að tryggja sjómönnum allgóða atvinnu á karfaveið- um meðan tíminn var óhagstæður til baráttu fyr- ir bættum kjörum á ís- og saltfiskveiðum og bíða með verkfallið þar til það gæti komið betur að haldi fyrir sjómenn, í þess stað leggur hún út í verkfall, sem útgerðarmenn sjá ekki ástæðu til að sinna af neinni alvöru hátt á fjórða mánuð. Loks á fimmta mánuði verkfallsins, þegar verkfallið var farið að verða útgerðarmönnum áhyggjuefni og sjómenn stóðu loks á þrepskildi sigursins, þá tek- ur stjórn S. R. á sig rögg og safnar óvígum her landmanna á fund í Sjómannafélaginu til að þröngva upp á verkfallsþreytta sjómenn sjónar- miðum útgerðarmanna um lausn deilunnar. Og hér var sannarlega fylgt eftir laginu: Á sama land- mannafundinum, sem skar úr um málalok í tog- aradeilunni og næsta fundi á eftir sem einnig var þéttsetinn landmönnum var svo búið um hnút- ana í uppstillingu til stjórnarkjörs, sem nú stend- ur yfir, að óþarft er að vænta mikils af forystu Sjómannafélags Reykjavíkur á næsta ári að því er snertir leiðréttingu á núgildandi togarasamning- um. Þessi kjaradeila hefur eigi aðeins afhjúpað sem framast má verða sviksemi og spillingu forystu- manna Sjómannafélags Reykjavíkur, heldur einn- ig leitt í ljós átakanlega mynd af því hvernig Jressi fjandsamlega forysta hefur í félagi fólk úr óvið- komandi starfsgreinum og öðrum stéttum til að halda sjálfri sér við völd og sjómönnunum niðri í félagi, sem þó er kennt við sjómenn. Þetta gefur sjómönnum ástæðu til að leggja aukinn þunga á þá kröfu að hinu skammarlega ófrelsi í þeirra eigin félagi verði létt af þeim, að Jreir fái ekki aðeins notið þess frumréttar að vera sjálfráðir og óáreittir í eigin stéttarfélagi af óvið- komandi fólki þegar þeir fjalla um eigin kjara- mál, heldur veitist þeim einnig sá sjálfsagði rétt- ur að velja sjálfir trúnaðarmenn í sínu eigin fé- lagi, án íhlutunar manna úr öðrum starfsgrein- um. Abstrakt Ég er vínið, sem þú teygar, vatnið, sem þú þráir, blóðið, sem svellur í ceðum þínum. í önn langra daga svala ég þorsta þínum. Á heiðríkum kvöldum drekkur þú hug þínum frið í bikaf mínum. Teygar þig djúpt í algleymi kyrrlátrar fyllingar allra óska. Þegar þú sefur, vaki ég í draumi þinum, þá elskar þú, en ert hljóður þegar dagar. Ég er hjarta, sem slœr á þjóðveginum, lijarta. í gömlum vinbelg, og þeir, sem fara um veginn drekka af mér. Varaðu þig, ég er hafið, þar sem dröparnif sameinast. Þú ert sandur á sjávarströnd. Hafið stigur þungt á sandinn, ber lmnn á iljunum stað úr stað og stígur alltaf yfir hann. A. J. VlNNAN OG VERKALÝÐURINN 33

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.