Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 15

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 15
Skagafjörður, séður úr lofti austan yfir. út af fjárhag sambandsins, þar senr reikningar hennar sýndu, að strax á fyrra starfsári sínu (1949) hafði hún komið í lóg þeim 119 þúsund krónum, er stjórn sameiningarmanna hafði eftirskilið henni, þannig, að í árslok 1949 var aðeins 26 þús- undum óeytt. Á þinginu streittist sambandsstjórn eins og hún gat á móti upptöku tveggja nýrra félaga í sam- bandið, en var ofurliði borin af þingheimi. Verzl- fulltrúarétti með tveggja atkvæða meirihluta. unarmannafélag Vestmannaeyja fékk hún svipt Einn herfilegasti ósigur sinn biðu sambands- stjórnarmenn þó raunverulega í atkvæðagreiðsl- unni urn liina fáránlegu tillögu um að „víta“ sjó- mannasamtökin á Akureyri og í Neskaupstað vegna afstöðu þeirra í togaradeilunni. Þessi víta- tillaga átti að ríða sameiningarmönnum að fullu, en höggið féll máttlaust. Frávísunartillögu sam- einingarmanna greiddu 99 atkvæði en aðeins 111 á móti. Vítatillögunni greiddu 110 atkvæði en 91 á móti. M. ö. o.: um þriðjungur af liði sambands- stjórnar sat hjá og vildi ekki bletta sig. Hins vegar reyndi þingið að bera smyrsl á sár sambandsstjórnar með hlægilegri samþykkt um „endurheimt" Vinnunnar, þótt sambandsstjórn hefði sjálf gefizt upp við útgáfu hennar, en hins- vegar yfirlýst á þinginu af sameiningarmönnum, að við yfirtöku Fulltrúaráðsins í Reykjavík, fengju sambandsstjórnarmenn umráð yfir tírna- riti þess, ef þeir kærðu sig um. Sömuleiðis samþykkti þingið úrsögn ASÍ úr Alþjóðasambandi verkalýðsins og inngöngu í gula alþjóðasambandið, sem stutt er af atvinnurekend- um og auðhringum. Það var að fullu vitað, að forysta Sjálfstæðis- flokksins hafði gert sér miklar vonir um aukin mannaforráð í hinni nýju sambandsstjórn. Þessar vonir strönduðu þó á andstöðu meðal áhangenda Alþýðuflokksins á þinginu. Gagnstætt öllum áætlunum varð að hafa sambandsstjórn óbreytta. Táknandi var í þessu sambandi, að einn helzti fulltrúi íhaldsins á þinginu fékk áberandi færri atkvæði en aðrir í sambandsstjórn og sömuleiðis Sæmundur Ólafsson, helzti bandamaður atvinnu- rekenda í liði Alþýðuflokksmanna. Loks er þess vert að geta, að öllum tillögum sambandsstjórnar um lagabreytingar, m. a. um þinghald fjórða hvert ár, var vísað til milliþinga- nefndar. Miðað við samsetningu þingsins, varð það í heild sinni fremur jákvætt en neikvætt. Það ákvað sambandinu að vísu sömu óheillaforystuna og áð- ur. Það gerði nokkrar neikvæðar samþykktir í einstökum málum og þó veikar. En málefnalega varð niðurstaðan jákvæð. í fyrsta lagi vegna frábærrar samheldni og öfl- ugrar sóknar sameiningarmanna, sem héjdu hóp- inn óskertann frá upphafi þings til enda. í öðru lagi vegna þess, að á þinginu braust fram vaxandi andstaða verkalýðsins við kaup- og kjarakúgunina og ágengni atvinnurekendavalds- ins í samtökunum. í þriðja lagi vegna þess, að bann Alþýðuflokks- foringjanna við allri samvinnu Alþýðuflokks- manna við sósíalista er farið að bila. Það voru sameiningarmenn, sem gengu gunn- reifir af 22. þingi Alþýðusambands íslands. VlNNAN OG VERKALÝÐURINN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.