Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 19

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 19
ALÞÝÐUSAMBANDSÞINGIÐ: Sókn fyrir því, sem tapazt liefur „Alger stöðvun eða lœkkun clýrtiðarinnar var megin krafa seinasta Alþýðusambandsþings til rikisvaldsins. Yrði sú kiafa að vettugi virt, fól þingið sam- bandsstjórn að vernda hagsmuni verkalýðsins með því að beita sér fyrir almennum grunnkaups- hækkunum, þannig, að raunvernlegur kaupmátt- ur launanna rýrnaði ekki. Þessi stefna Alþýðusambands íslands er hin sama í dag. A þessu ári greip meiri hluti Alþingis til þess óheillaráðs að lækka stórlega gengi íslenzku krón- unnar, þrátt fyrir ítrekuð og öflug mótmæli al- þýðusamtakanna. Nú er reynslari fengin af gengislækkuninni, og hefur hún í einu og öllu staðfest vamarorð verka- lyðssamtakanna. Allir hljóta að viðurkenna að afleiðingar henn- ar eru stóraukin dýrtíð og dvínandi atvinna. Vélbátaútvegurinn er að mestu stöðvaður vegna óheyrilegrar verðhækkunar á flestum nauð- synjum lians, svo sem salti, olíu, veiðarfærum, vélum og viðhaldskostnaði — en fiskverðið er óbreytt. Og fyrir afkomu alþýðuheimilanna eru afleið- ingar gengislækkunarinnar tilfinnanlegt áfall — bæði vegna samdráttar atvinnulífsins og gífur- legrar verðhækkunar allra lífsnauðsynja. Samkvæmt ákvæðum gengislaganna er kaup- gjald bundið frá 1. júlí s.l. til næstu áramóta, og hefur dýrtíðin aldrei vaxið örar en á þessu tíma- ast að nöfn þeirra, sem nú er völ á og teljast til sjómannastéttar mundu ekki sjást á kjörlista, ef sjómenn hefðu yfirleitt fengið að ráða, því þessir menn brugðust málstað sjómanna með þvi að gera tillögur sáttanefndar útgerðarmanna og sæ- mundanna að sinum tillögum, enda valdir ísamn- inganefnd samkvœmt pöntun sjómannafélags- stjórnarinnar. — Með öðrum orðum, við þessar kosningar eiga sjómenn raunverulega engan full- trúa í kjöri. Til að mótmæla hvoru tveggja: hinni ruddalegu aðferð sæmundanna i Sjómannafélagi Reykjavíkur til að þröngva inn á sjómenn óvið- unandi kjörum i siðustu togaradeilu og hinni bili. Þannig hefur ríkisstjórnin brugðizt þeirri siðferðilegu skyldu, er á hana féll með kaupbind- ingunni, að stöðva þá verðhækkanir á sama tíma. Nú er allt útlit fyrir, að kaup fáist jafnvel ekki leiðrétt til samræmis við vísitölu um næstu ára- mót og verður það þá óbreytt næstu sex mánuði. Því telur þingið að verkalýðshreyfingin verði nú að sþyrna við fótum, stöðva kjararýrnun þá, er af þessu liefur leitt, og hefja sókn fyrir þvi, sem tapazt hefur, og batnandi lífskjörum. Felur þingið hinni væntanlegu sambandsstjórn að setja öllu ofar að sameina verkalýðsfélögin til samstilltra átaka í þessu efni. Þingið leggur ríka áherzlu á, að væntanleg stjórn ASÍ hafi forustu um, að félögin leggi sam- eiginlega til þeirrar baráttu, sem fram undan er, meðal annars með því, að sambandsfélögin sam- ræmi uppsagnarákvæði samninga sinna betur en orðið er, enda sé áfram haldið á þeirri braut til samræmingar kaupgjalds sem unnizt hefur á sein- asta kjörtímabili. Það er alger lágmarkskrafa, að þegar í stað fáist kaup í samræmi yið útreiknaða vísitölu hvers mánaðar, og felur þingið væntanlegri sambands- stjórn að fylgja þeirri kröfu vægðarlaust fram við ríkisstjórnina." Þróun líísins (Sonnetta í G-dúr) Kýrin bítur kúgras. Heyið verður hold. Ketið er étið af kúnni. Maðurinn verður að mold. Guðjón Bcnediktsson. blygðunarlausu framkomu i garð sjómanna við uppstillingu til stjórnarkjörs, lýsum við því yfir að við munum skila auðum kjörseðlum okkar við þetta stjórnarkjör og skorum eindregið á alla sjó- menn og sanna velunnara þeirra í félaginu að fylgja dæmi okkar. Auður seðill við þessar kosningar þýðir enn- ennfremur aukin áherzla á kröfuna um það að komið verði á fullu lýðrœði i stjórnarkosningum innan stærsta sjómannafélags landsins og að sjó- menn sjálfir ráði i sínu eigin stéttarfélagi. * Nokkrir togarasjómenn. VlNNAN OG VERKALÝÐURINN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.