Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 14

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 14
EGGERT ÞORlíJARNARSON : 22. þing Alþýðusambands íslands 22. þing Alþýðusambands íslands var haldið í Reykjavík dagana 19.—24. nóvember síðastliðinn. Þingið sóttu 274 fulltrúar frá 132.félögum. Undanfari þingsins var kosningabarátta í flest- um sambandsfélögum. Áttust þar annarsvegar við sameiningarmenn, en bandalag ríkisstjórnarflokk- anna og Alþýðuflokksins hins vegar (samkvæmt „heiðarlegum" samningi, er Sæmundur Olafsson tilkynnti þinginu, að í gildi væri milli þessara þriggja flokka). Eins og geta má nærri, studdi atvinnurekenda- valdið flesta hina „samningsbundnu“ fulltrúa með oddi og egg. Voru sumir atvinnurekendur staðnir að beinum tilraunum til atvinnukúgunar við fulltrúakjörið. Úrslit kosninganna urðu þau, að sameiningar- menn fengu röskan þriðjung fulltrúa. Við kjör sambandsforseta fékk Guðgeir Jónsson 96 at- kvæði, en Helgi Hannesson 169. Það sem einna mesta athygli hlaut þó að vekja, var það, að Sjálfstæðisflokkurinn taldi sér 40 full- trúa á þingi nú, en sárafáa á 21. þinginu. Það sem einkenndi 22. þingið öðru fremur, var hin greinilega tilhneiging til upplausnar í liði „lýðræðissinna”. Þessi upplausnartilhneiging end- urspeglaði í fyrsta lagi víðtæka og vaxandi óánægju íslenzkrar alþýðu með síversnandi lífs- kjör sín og svik Alþýðusambandsstjórnar í kaup- gjaldsbaráttunni. í hinum miklu umræðUm, er urðu um skýrslu sambandsstjórnar, varð aðeins einn fulltrúi utan af landi, Þórshafnarfulltrúinn, til þess að taka svari hennar. — í öðru lagi orsak- aðist þessi upplausnartilhneiging af vaxandi and- úð margra fulltrúa á hinum „heiðarlega“ samn- ingi Sæmundar Ólafssonar o. fl. við atvinnurek- endavaldið. Greinilegast kom þetta í Ijós, þegar þingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að fordæma öll afskipti atvinnurekenda af mál- efnum verklýðssamtakanna. Þegar þingið kom saman, var íslenzk alþýða búin að reyna bölvun gengislækkunarinnar í rúmlega hálft ár. Aðstaða hennar markaðist af at- vinnuleysi, hnignun atvinnuveganna, rísandi dýr- tíðaröldu og einokun á öllum sviðum. 22. þingið gerði í þessum málum mjög athygl- isverðar samþykktir. Þingið gerði kröfuna um „atvinnu handa öll- um vinnufærum íslendingum" að aðalkröfu sinni. Það lýsti réttinn til vinnu „helgasta rétt hins vinnandi manns“. Það krafðist öflugra ráð- stafana til að „örfa framleiðsluna og tryggja fulla nýtingu allra framleiðslutækja landsmanna árið um kring“. Það taldi ríkinu skylt að tryggja öll- um landsmönnum fulla vinnu, en bætur ella. Það taldi “ástand það, sem nú ríkir í afurðasölumál- unum með öllu óviðunandi, sérstaklega hvað snertir saltfisksöluna“, og skoraði á þing og stjórn „að létta af einokunarhöftum þeim, sem nú hvíla á afurðasölunni“. Þingið fordæmdi gengislækkunina og afleiðing- ar hennar: „stóraukna dýrtíð og dvínandi at- vinnu“ og sakaði ríkisstjórnina um að hafa brugð- izt þeirri siðferðilegu skyldu“ . . . að stöðva þá verðhækkanir á sama tíma“. Það taldi, „að verk- lýðshreyfingin verði nú að spyrna við fótum, stöðva kjararýrnun, er af þessu hefur leitt, og hefja sókn fyrir því, sem tapazt hefur og batnandi lífskjörum". Það fól „hinni væntanlegu sam- bandsstjórn að setja öllu ofar að sameina verk- lýðsfélögin til samstilltra átaka í þessu efni“ og lagði áherzlu á að „félögin leggi sameiginlega til þeirrar baráttu, sem framundan er“. Það var „al- ger lágmarkskrafa þingsins, að þegar í stað fáist kaup í samræmi við útreiknaða vísitölu hvers mánaðar“ og fól þingið sambandsstjóm „að fylgja þeirri kröfu vægðarlaust fram við ríkisstjórnina". Auk þessa gerði þingið margar athyglisverðar samþykktir svo sem um sjávarútvegsmál, húsnæð- ismál, öryggismál, iðnaðarmál, landbúnaðarmál, fræðslumál o. fl. Þá skoraði þingið einróma á Alþingi og ríkis- stjórn að segja Keflavíkursamningnum upp, tryggjá óskoruð yfirráð íslendinga yfir honum og friðsamlega notkun einvörðungu. Allt þingið lá sambandsstjórn undir þungri gagnrýni sameiningarmanna og jafnvel sinna eig- in fylgjenda. Einkum stóð hún varnafá gagnvart gagnrýninni VlNNAN OG VERKALÝÐURINN 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.