Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 11
baráttan gegn „kommúnistum“ í verkalýðshreyfingunni. Var ekki hiS
sama kjörorð haft á oddinum í áróðri þríflykkisins við fulltrúakjör á
sambandsþing s.I. haust og ávöxturinn: sambandsstjórn gengislækkun-
armanna þ. e. kaupræningja alþýðunnar og þjóna þeirra?
Má, lesari góður, ryfja upp fyrir þér fyrirbæri, sem verður að telja
mjög einkennandi fyrir starfshætti þríflykkisins í valdabaráttu þess og
skemmdarstarfi innan verkalýðssamtakanna: Það kemur til þín fínn
flokksbróðir, sem ekki hefur til þessa látið sér annt um stéttarsamtök
þín. Hann vekur athygli þína á því, að kosning fulltrúa á Alþýðusam-
bandsþing sé í nánd og að nauðsyn sé að vanda til hennar sem bezt. —
Auðvitað ert þú sammála honum um það og fullvissar hann strax um
að þú sért þaulkunnugur í félagi þínu og styðjir að sjálfsögðu einhverja
úr hópi þeirra, er hafi reynzt bezt í hagsmunamálum stéttarinnar og
félagsins. — En þinn fíni flokksbróðir er þá búinn að gerhugsa þetta
mál og sýnir þér á blaði nöfn þeirra félagsmanna, sem þú átt að kjósa
á sambandsþing. Þú bendir honum á, að þessir menn séu með öllu óþekkt-
ir í félaginu, óvirkir, mæti aldrei á fundi, sumir jafnvel ekki þekktir að
góðu, um aðra leiki vafi á að geti verið í stéttarfélagi verkamanna o.s.frv.
— En flokksbróðirinn gefur þau andsvör, að þetta sé flokksmál: lýð-
ræðið er í voða fyrir kpmmúnismanum.
Þú veizt um framhaldið: Hinir óvirku og óþekktu komu í stað aktiv-
istanna, sem þú þekktir af reynslu; þríflykkið sigraði og í kjölfar
þess sigldi gengislækkunin með „vinsamlegri framkvæmd“ og fyrir-
greiðslu Alþýðusambands íslands! !
Það, sem skeð hefur, er einfaldlega þetta:
Með valdi sínu og áhrifum í þremur stjórnmálaflokkum hefur þeirri
stétt, sem auðgast á ófarnaði vinnandi manna, tekizt í svip, í krafti
kommúnistagrýlunnar, að fela fyrir sjónum of mikils hluta alþýðunnnar
þá grundvallarnauðsyn, að láta aldrei flokksleg sjónarmið rjúfa stéttar-
lega einingu alþýðunnar um brýnustu hagsmunamálin. Þetta tækifæri
notaði svo íslenzka auðbraskarastéttin til að koma í æðstu trúnaðar-
stöður heildarsamtaka okkar þjónum sínum, er síðan hafa opnað hin-
um þjóðfélagslegu fylgjum hennar, dýrtíðinni og skortinum leið inn á
heimili alþýðunnar. — í þríflykkinu innan A. S. í. hefur íslenzk alþýða
þannig orðið að kenna á hvorutveggja í senn: stéttareiningu andstæð-
inga sinna í þrem flokkum annars vegar og stéttarlegri sundrungu
sjálfrar sín bins vegar. —- En nú veit alþýðan betur hvað undir býr,
þegar sendimenn þríflykkisins ber að garði með „heilræði" í félags-
málum hennar, að hróp þeirra: niður með kommúnista í verkalýðssam-
tökunum þýði á máli sannleikans: niður með verkalýðssamtökin og
lífskjörin. Hún mun vísa á bug ,,heilræðum“ þeirra, — og hún mun
einnig í krafti dýrrar reynslu síðustu ára ekki láta flokkslegar fyrirskip-
anir verða því til fyrirstöðu, að hún velji til forsjár stéttarsamtökum sín-
um þá menn eina, sem hún treystir af eigin reynslu hvar sem þeir standa
' íflokki.
Athyglisverðar
tölur
í nefndaráliti er Ásmundur SigurSsson
alþingismaður fulltrúi sósíalista í fjárveit-
inganefnd Alþingis lagði fram í þinginu
fyrir skömmu er meðal annars upplýst eftir-
farandi:
SíSastliSin ár hafa útflutningstekjur þjóS-
arinnar verið sem hór segir:
1945 ........................ 267,5 millj.
1946 ......................... 291,4 —
1947 ......................... 290,8 —
1948 ......................... 395,7 —
1949 ......................... 289,4 —
1950 (til októberloka) ....... 262,6 —
Árið 1948 lcomu áhrif nýsköpunarinnar í
ljós. Eftir það fór að bera á áhrifum þeirrar
„viðreisnarstjórnar", sem tók við völdum
1947 og marshallstefnu hennar.
Framlag ríkissjóðs til niðurgreiðslna
vöruverðs á innlendum markaði hefur verið
sem hér segir:
Samkv. ríkisreikn.
1945 ..........
1946 ...........
1947 ...........
1948 ...........
1949 ...........
Samkv. jjárlögum
1950 ...........
1951 ...........
26.487 þús.
16.245 —
35.930 —
44.611 —
36.500 —
33.000 —
25.000 —
Hætt er við að 25 millj. hrökkvi skammt
til að greiða niður alla þá verðbólgu, sem
gengislækkunin hefur skapað.
Hluti verklegra framkvæmda af rekstrar-
gjöldum ríkisins hefur verið undanfarin ár
sem hér segir:
1946 ........................ ca. 15,3 %
1947 ......................... — 14,0 —
1948 ......................... — 10,0 —
1949 ......................... — 9,1 —
1950 ......................... — 8,6 —
1951 ......................áætlað 7,6 —
Að dálitlu leyti stafar þessi hækkun af
því að nýir útgjaldapóstar hafa bætzt í fjár-
lögin til hækkunar. En þó er hér um raun-
verulega stórkostlega lækkun að ræða.
*
Vinnandi fólk í Tékkóslóvakíu hefur að
meðaltali 3]/2 vikna orlof á ári með fullu
kaupi. Lágmarkið er 14 dagar. Fimm ára
starfsaldur í sömu starfsgrein veitir rétt til
minnst 3 vikna orlofs. 15 ára til minnst 4
vikna orlofs.
VlNNAN OG VERKAI.ÝÐURINN
5