Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 32

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 32
P. G. WODEHOUSE: KÖTTURINN BISKUPSINS GAMANSAGA Niðurl. „Kyrr!“ hrópaði hann. „Opnaðu ekki körfuna, Theódór frændi!“ En það var of seint. Biskupinn var þegar búinn að skera öll bönd af körfunni og tók nú lokið af henni, skjálfhentur af geðshræringu. Hann gaf frá sér liljóð, ekki óáþekkt ungahænu. Úr augum hans stafaði sá Ijómi, sem aðeins getur að líta hjá einstaka dýravinum, þegar þeir sjá aftur eftirlæt- isdýrið sitt eftir langan skilnað. ,,Wemster!“ stundi hann skjálfraddaður. Upp úr körfunni þeyttist Webster með full- komlega ósæmilegum munnsöfnuði. Stundarkorn æddi hann um í stofunni, auðsjáanlega í leit að manninum, sem lokaði hann ofan í körfunni, því glyrnurnar í honum skutu eldingum. Smámsam- an friðaðist hann sarnt, og að lokum settist hann á gólfið og fór að sleikja sig — og þá fékk biskup- inn fyrst tækifæri á að virða hann nánar fyrir sér. Að vísu hafði hann lagazt við tveggja vikna dvöl hjá dýralækninum, en ekkert nándar nærri því nóg. Nei — Lancelot fann sárt til þess. Fjórtán daga friðsælt iíf nægir ekki til þess að hárið vaxi aftur á berann og sundurflettann bjór, og ekki heldur til þess að stýft eyra lengist aftur um þenn- an eina þumlung, sem setur allan svip á eyrað. Þegar Webster kom í umsjá dr. Robinsons, leit hann út eins og hann hefði lent í margbrotinni vél og farið í gegnum hana, og nokkurn veginn þannig leit hann út ennþá. Við þessa sjón rak biskupinn upp tryllingslegt skelfingaróp — og sneri sér síðan að Lancelot og ávarpaði hann með þrumuraust: „Jæja — svona gegnir þú þá helgustu skyldum þínum, Lancelot Mulliner!" Lancelot skalf eins og laufbiað, en kom ekki upp einu einasta orði. Að lokum gat hann stanr- að: „Þetta er ekki mér að kenna, frændi. Það var gjörsamlega ómögulegt að hafa nokkurn hemil á honum.“ „Huh!“ „Þetta er alveg heilagur sannleikur,“ sagði Lancelot. „Og þar að auk — hvað illt er í því, þó hann fái sér svolítil hressandi slagsmál af og til við nágrannakettina? Kettir eru nú einu sinni kettir.“ „Þetta er raunaleg málsvöm,“ sagði biskupinn og var þungt um andardráttinn. Lancelot var undarlega máttlaus í fótunum, því hann fann að allar rökræður voru gagnslaus- ar. Þó gafst hann ekki upp. „Ef ég ætti Webster," sagði hann, „væri ég sannarlega hreykinn af honum. Athugaðu bara æfiskeið hans!“ Lancelot tókst að tala í sig dálít- inn hita. „Hann kemur óviðbúinn til Bott Street, án þess að hafa nokkurntíma lent í áflogum, en þrátt fyrir fullkominn reynsluskort er svo góður efniviður í honum. að innan hálfs mánaðar flúði hver einasti fressköttur í nágrenninu upp í hæsta staur, ef hann sá Webster bregða fyrir.“ Nú var Lancelot alveg á valdi endurminninganna. „Ég vildi bara að þú hefðir getað séð, livernig hann kálaði stórum og nafntoguðum fressi í númer ellefu — þar var sjón sögu ríkari. Ég hef aldrei séð annað eins. í fyrstu lotu voru þeir jafnir, en þeg- ar hringt var til annarrar lotu, þá hefðirðu átt að sjá Webster . . .“ Biskupinn bandaði frá sér. Andlit hans var af- skræmt. „Segðu ekki meira!“ stundi hann. „Ég er svo ósegjanlega so.rgbitinn. Ég . . .“ Hann þagnaði. Eitthvert kvikindi stökk upp í gluggakistuna rétt hjá honum, svo hann hrökk við. Það var Percy, sem hafði heyrt til ókunnuga kattarins, og var nú kominn til að athuga málið nánar. Nú gat það einstaka sinnunt komið fyrir, ef Percy var trakteraður ríkulega á rjóma og fleira góðgæti, að hann yrði umgengilegur, þó aldrei væri liægt að segja, að hann væri vingjarnlegur, að minnsta kosti spúði hann ekki þá daga í kring um sig illsku og mannhatri. En það var bersýni- legt, að þessi dagur var ekki einn þeirra, því Percy var auðsjáanlega í manndrápsskapi. Öll sálarillska hans endurspeglaðist í smáum glyrnunum, hann sveiflaði skottinu í vígahug, og virti Webster fyrir sér og urraði grimmdarlega. 26 VlNNAN OG VERKALÝÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.