Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 29

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 29
'i V HEIMAN Frá friSarhreyfingunni Kína: 13. nóv. s.l. höfðu yfir 223.5 milljónir manna undirirtað Stokkhólmsávarpið eða nálægt 47% íbúanna. Italía: 10. nóv. s.l. höfðu undirritað Stokk- hólmsávarpið 10.884.787 manns. Japan: 19. nóv. s.l. höfðu 6 milljónir manna undirritað Stokkhólmsávarpið. Viet-nam: í októberlok höfðu 3.871.298 und- irritað Stokkhólmsávarpið. Burma: Þar hófust undirskriftir fyrst um miðjan júní og höfðu um miðjan sept- ember fyllt 3 milljónir. England: 9. nóv. s.l. höfðu 1.175.475 manns skrifað undir Stokkhólmsávarpið. Austurríki: 19. nóv. s.l. hafði verið safnað 946.813 undirskriftum. Það þýðir að þriðji hver kosningabær maður í land- inu hefur þegar undirritað ávarpið. Finnland: 18. nóv. s.l. höfðu 950.150 manns undirritað ávarpið. SvíþjóS: 9. nóv. s.l. hafði verið safnað 268.079 undirskriftum. Sviss: 1. nóv. höfðu safnazt 250.000 undir- skriftir. * Fyrri helming þessa árs hefur tala inn- flytjenda til Ástralíu verið 91.000 manns. Er það miklu meira en dæmi eru til áður. JAMES CAREY einn af aSal hvatamönnum aS klofningi al- þjóSasamtaka verkalýðsins. Hann lýsti því yfir nýléga, aS hann vildi heldur samstarf viS fasista en þá róttæku í verkalýSssamtök- unum. Klæðskerar í New York héldu nýlega fund, þar sem mættir voru 1500 manns. Fundurinn sendi til höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna í Lake Success bréf, þar sem kraf- ist var friðsamlegrar lausnar Kóreudeil- unnar. * Tillaga Jakobs Malik, fulltrúa Ráðstjórn- arríkjanna um friðsamlega lausn Kóreudeil- unnar var feld með 6 atkv. er höfðu á bak við sig 252 milljónir manna. Með tillögu Maliks greiddu atkvæði 3 fulltrúar í öryggis- ráðinu með 568.500.000 manna á bak við sig. Með Kínveldi, sem var útilokað frá þátttöku í örygigsráðinu, hefðu staðið á bak við tillögu fulltrúa Ráðstjómarríkjanna 1043 milljónir manna. * „Eg þekki áhuga amerískra stjórnarvalda fyrir velferð barna. 40 þús. börn eru sett þar í fangelsi á ári hverju. 011 hjál'parstarfsemi stendur ráðþrota gagnvart afbrotum þeirra, því að vandamálið er ekki börnin sjálf, heldur atvinnuleysi, húsnæðisvandræði, yfirfullir skólar og siðspillandi blöð og kvik- myndir. (Herbert Lass form. hjálparstofn- unarinnar C. A. R. E.) * Aðalritari grísku sjómannasamtakanna, Kalutis, hefur verið tekinn fastur af ame- rískum yfirvöldum og verður afhentur grísk- um yfirvöldum, sakaður um „landráð". — Hinir grísku útgerðarmenn vinna að því í nánu samstarfi við amerísk yfirvöl,d að semja svarta lista yfir stéttvísa sjómenn. * Árið í ár er heilagt í Róm og fjöldi rétt- trúaðra hefur streymt þangað úr öllum átt- um. Austurrísk fjölskylda, sem farið hefur hvorki meira né minna en 16 pílagrímsferð- ir til borgarinnar á árinu, hefur verið tekin föst og ákærð fyrir smygl á sígarettukveikj- urum, að upphæð 130 þús. krónur. Fjöl- skyldan, Josep Hold, kona hans og sonur, virðist hafa verið trúuð á fleira heldur en óskeikulleika hins heilaga föðurs í Róm. * 32 ára sjómaður, Lloyd Hill, hefur ákveð- ið að fara niður Niagarafossinn í tunnu. Fimm ofurhugar hafa freistað þess á undan honum og þrír þeirra látið lífið. Síðasta til- raunin var gerð 1930 af Georg Stathakis. Tunna hans fór boðleið rétta niður fossinn til botns og skilaði svo innihaldinu upp á yf- irborðið dauðu. * Fimm af átta frönskum fjallgöngugörp- um er höfðu ætlað sér að klýfa tinda Him- alaya-fjalla, komu með flugvél til Parísar frá Saigon í aprílmánuði s.l. Foringi leið- angursins, Maurice Herzog, var borinn úr flugvélinni í börum, þar eð hann hafði kal- ið mjög á fótum og höndum. Fleiri leiðang- ursmenn voru með kalsár. — Þetta var hin mesta svaðilför. Eftir vikuerfiði og mann- raunir varð leiðangurinn að hætta við að klífa 8050 m. hátt fjalllendi, Dalanghari- tind. Hins vegar tókst leiðangrinum með óstjórnlegu erfiði að klýfa svonefndan Ana- pume-tiiid í 8950 m. hæð. Eftir 6 vikna hrakninga um torsóttar vegleysur, með hina kalsáru menn á hestum í eftirdragi tókst leiðangursmönnum að ná til landamæra Nepal og Indlands. Þrír leiðangursmanna urðu eftir í Indlandi til hressingar. * Sænskur útvarpsnotandi hefur farið fram á helmings afslátt afgjalds síns vegna heyrn- arleysis á öðru eyranu. VlNNAN OG VERKALÝÐURINN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.