Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Page 29

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Page 29
'i V HEIMAN Frá friSarhreyfingunni Kína: 13. nóv. s.l. höfðu yfir 223.5 milljónir manna undirirtað Stokkhólmsávarpið eða nálægt 47% íbúanna. Italía: 10. nóv. s.l. höfðu undirritað Stokk- hólmsávarpið 10.884.787 manns. Japan: 19. nóv. s.l. höfðu 6 milljónir manna undirritað Stokkhólmsávarpið. Viet-nam: í októberlok höfðu 3.871.298 und- irritað Stokkhólmsávarpið. Burma: Þar hófust undirskriftir fyrst um miðjan júní og höfðu um miðjan sept- ember fyllt 3 milljónir. England: 9. nóv. s.l. höfðu 1.175.475 manns skrifað undir Stokkhólmsávarpið. Austurríki: 19. nóv. s.l. hafði verið safnað 946.813 undirskriftum. Það þýðir að þriðji hver kosningabær maður í land- inu hefur þegar undirritað ávarpið. Finnland: 18. nóv. s.l. höfðu 950.150 manns undirritað ávarpið. SvíþjóS: 9. nóv. s.l. hafði verið safnað 268.079 undirskriftum. Sviss: 1. nóv. höfðu safnazt 250.000 undir- skriftir. * Fyrri helming þessa árs hefur tala inn- flytjenda til Ástralíu verið 91.000 manns. Er það miklu meira en dæmi eru til áður. JAMES CAREY einn af aSal hvatamönnum aS klofningi al- þjóSasamtaka verkalýðsins. Hann lýsti því yfir nýléga, aS hann vildi heldur samstarf viS fasista en þá róttæku í verkalýSssamtök- unum. Klæðskerar í New York héldu nýlega fund, þar sem mættir voru 1500 manns. Fundurinn sendi til höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna í Lake Success bréf, þar sem kraf- ist var friðsamlegrar lausnar Kóreudeil- unnar. * Tillaga Jakobs Malik, fulltrúa Ráðstjórn- arríkjanna um friðsamlega lausn Kóreudeil- unnar var feld með 6 atkv. er höfðu á bak við sig 252 milljónir manna. Með tillögu Maliks greiddu atkvæði 3 fulltrúar í öryggis- ráðinu með 568.500.000 manna á bak við sig. Með Kínveldi, sem var útilokað frá þátttöku í örygigsráðinu, hefðu staðið á bak við tillögu fulltrúa Ráðstjómarríkjanna 1043 milljónir manna. * „Eg þekki áhuga amerískra stjórnarvalda fyrir velferð barna. 40 þús. börn eru sett þar í fangelsi á ári hverju. 011 hjál'parstarfsemi stendur ráðþrota gagnvart afbrotum þeirra, því að vandamálið er ekki börnin sjálf, heldur atvinnuleysi, húsnæðisvandræði, yfirfullir skólar og siðspillandi blöð og kvik- myndir. (Herbert Lass form. hjálparstofn- unarinnar C. A. R. E.) * Aðalritari grísku sjómannasamtakanna, Kalutis, hefur verið tekinn fastur af ame- rískum yfirvöldum og verður afhentur grísk- um yfirvöldum, sakaður um „landráð". — Hinir grísku útgerðarmenn vinna að því í nánu samstarfi við amerísk yfirvöl,d að semja svarta lista yfir stéttvísa sjómenn. * Árið í ár er heilagt í Róm og fjöldi rétt- trúaðra hefur streymt þangað úr öllum átt- um. Austurrísk fjölskylda, sem farið hefur hvorki meira né minna en 16 pílagrímsferð- ir til borgarinnar á árinu, hefur verið tekin föst og ákærð fyrir smygl á sígarettukveikj- urum, að upphæð 130 þús. krónur. Fjöl- skyldan, Josep Hold, kona hans og sonur, virðist hafa verið trúuð á fleira heldur en óskeikulleika hins heilaga föðurs í Róm. * 32 ára sjómaður, Lloyd Hill, hefur ákveð- ið að fara niður Niagarafossinn í tunnu. Fimm ofurhugar hafa freistað þess á undan honum og þrír þeirra látið lífið. Síðasta til- raunin var gerð 1930 af Georg Stathakis. Tunna hans fór boðleið rétta niður fossinn til botns og skilaði svo innihaldinu upp á yf- irborðið dauðu. * Fimm af átta frönskum fjallgöngugörp- um er höfðu ætlað sér að klýfa tinda Him- alaya-fjalla, komu með flugvél til Parísar frá Saigon í aprílmánuði s.l. Foringi leið- angursins, Maurice Herzog, var borinn úr flugvélinni í börum, þar eð hann hafði kal- ið mjög á fótum og höndum. Fleiri leiðang- ursmenn voru með kalsár. — Þetta var hin mesta svaðilför. Eftir vikuerfiði og mann- raunir varð leiðangurinn að hætta við að klífa 8050 m. hátt fjalllendi, Dalanghari- tind. Hins vegar tókst leiðangrinum með óstjórnlegu erfiði að klýfa svonefndan Ana- pume-tiiid í 8950 m. hæð. Eftir 6 vikna hrakninga um torsóttar vegleysur, með hina kalsáru menn á hestum í eftirdragi tókst leiðangursmönnum að ná til landamæra Nepal og Indlands. Þrír leiðangursmanna urðu eftir í Indlandi til hressingar. * Sænskur útvarpsnotandi hefur farið fram á helmings afslátt afgjalds síns vegna heyrn- arleysis á öðru eyranu. VlNNAN OG VERKALÝÐURINN 23

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.