Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 51

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 51
Kolumbus kemur í höfn Framh. af bls. 7. blanda ekki saman nöfnum. Hversu langt er síð- an þér uppgötvuðuð Ameríku, hr. Kolmann? Svo-o, í dag? Ágætt. Hvernig líkar yður Amer- íka?“ „Sjáið nú til. Mér hefur enn ekki unnizt timi til að gera mér yfirlitsmynd af þessu frjósama landi . ..“ Fréttamaðurinn sat djúpt hugsandi. „Svo er nú það. Jæja, segið mér þá, lir. Kolmann, hvaða fjórum hlutum yður geðjast bezt að í New York. „Það er nú erfitt, sjáið þér lil . . Fréttamaðurinn gerðist djúpt hugsandi á ný. Hann var vanur að eiga viðtöl við hnefaleika- menn og kvikmyndastjörnur. Það var erfitt að fást við náunga eins og Kolumbus, svona seinan í svörum og sljóan. Loks mannaði hann sig upp til nýrrar sóknar og kreisti upp úr sér þessa einkar frumlegu spurn- ingu: „Hr. Kolumbus, getið þér sagt mér frá ein- hverju tvennu, sem yður gazt ekki að?“ Kolumbus andvarpaði þungan. Hann hafði aldrei komizt í slíka klípu. Hann strauk liendinni yfir enni sér og sneri sér hikandi að hinum inn- borna vini sínum. ,,Kannske gætum við reynt að komast af án auglýsingar.“ „Eruð þér að ganga af göflunum," sagði sá inn- borni og fölnaði við. „Það, að þér liafið uppgötv- að Ameríku skiptir engu máli,—-Hitt skiptir öllu, að Ameríka uppgötvi yður.“ Fréttasnatinn gerði stórkostlegt andlegt átak og bar fram þessa innblásnu spurningu: „Hvernig fellur yður við amerískar konur?“ Hann beið ekki eftir svari, en tók að hamast við skriftirnar. Öðru hvoru tók hann logandi síg- arettuna út úr sér og potaði henni bak við eyrað. Samtímis stakk hann upp í sig blýantinum og starði upp í herbergisloftið í leit að innblæstri, svo hélt hann áfram að skrifa. Þegar hann var bú- inn, sagði hann „ókei“, klappaði hinum vand- ræðalega sægarp á flauelsklætt, borðalagt bakið, þrýsti hönd hans og fór. „Jæja, nú er allt í lagi,“ sagði innborni rnaður- inn hjálpfúsi. „Við skulum fá okkur gönguferð um borgina. Úr því þér hafið uppgötvað landið, er bezt að þér lítið á það. En yður verður ekki leyft að koma í Broadway með þetta flagg. Bezt að skilja það eftir.“ Gönguferðin um Broadway endaði með því, að þeir fóru á 35-centa burlesque-sýningu og hinn mikli og óframfærni Kolumbus flýði þaðan líkt og byssubrenndur héri. Hann þaut eftir strætun- um, rak sig á fólk og bað fyrir sér upphátt. Þegar hann kom upp á herbergi sitt, fleygði hann sér í rúmið og féll í fasta svefn með skröltið frá járn- brautarlestunum í eyrum sér. Það var snemma næsta morgun, að verndar- vættur Kolumbusar sté inn úr dyrunum og veif- aði dagblaði sigri hrósandi. Hinn skelfdi land- könnuður kannaðist við glottandi smettið á sjálf- um sér á 85. síðu. í lesmálinu var sagt frá því, að hann væri alveg vitlaus í amerísku kvenfólki og teldi það glæsilegustu verur í heimi. Hann væri og náinn vinur Negus Selaisse Abyssiníukeisara — og þess látið getið, sem af tilviljun, að ltann mundi halda fyrirlestra um landafræði við Har- ward-háskóla. Hinn virðulegi Genúamaður ætlaði að fara að bölva sér upp á, að hann hefði aldrei sagt orð í þessa átt, er nýja gesti bar að garði. Þeir eyddu ekki tímanum í óþarfa kurteisi, en komu strax að efninu. Auglýsingin var farin að bera sinn gullna ávöxt. Kolumbusi liafði verið boðið til Hollytvood. „Sjáið nú til, hr. Kolumbus," gestirnir leituð- ust við að sannfæra hann. „Við viljurn, að þér takið að yður aðalhlutverkið í sögukvikmyndinni Amerigo Vespucci. Hugsið yður bara. Kristófer Kolumbus í eigin persónu í hlutverki Amerigo Vespucci. Almenningur getur ekki staðizt þess konar. Aðalatriðið er, að samtölin fari fram á Broadway-mállýzku. — Skiljið þér það? Ekki? Þá skulum við skýra yður frá þessu öllu alveg frá byrjun. Við höfum leikrit; það er byggt á skáld- sögunni Greifinn al' Monte Christo eftir Dumas. En það skiptir ekki máli. Við liöfum hresst upp á það, og nú fjallar það líka um fund Ameríku.“ Kolumbus svimaði og hann bærði orðlausar varirnar. Hann var auðsjáanlega að biðja fyrir sér. Hinir innbornu frá Hollywood héldu fjör- lega áfram. „Og svo eigið þér, hr. Kolumbus, að leika hlut- verk Amerigo Vespucci. Spánardrottning er óð af ást til hans. Sjálfur er hann vitlaus af ást á rúss- nesku prinsessunni Grishku. En Richeliu kardí- náli mútar Vasco de Gama og kemur því svo fyrir með hjálp Lady Hamilton, að þér eruð sendur til Ameríku. Þetta djöfullega samsæri er einfalt og augljóst. Sjóræningjar ráðast á yður á hafi úti. VlNNAN OG VERKALÝÐURINN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.