Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Side 51
Kolumbus kemur í höfn
Framh. af bls. 7.
blanda ekki saman nöfnum. Hversu langt er síð-
an þér uppgötvuðuð Ameríku, hr. Kolmann?
Svo-o, í dag? Ágætt. Hvernig líkar yður Amer-
íka?“
„Sjáið nú til. Mér hefur enn ekki unnizt timi
til að gera mér yfirlitsmynd af þessu frjósama
landi . ..“
Fréttamaðurinn sat djúpt hugsandi. „Svo
er nú það. Jæja, segið mér þá, lir. Kolmann, hvaða
fjórum hlutum yður geðjast bezt að í New York.
„Það er nú erfitt, sjáið þér lil . .
Fréttamaðurinn gerðist djúpt hugsandi á ný.
Hann var vanur að eiga viðtöl við hnefaleika-
menn og kvikmyndastjörnur. Það var erfitt að
fást við náunga eins og Kolumbus, svona seinan
í svörum og sljóan.
Loks mannaði hann sig upp til nýrrar sóknar
og kreisti upp úr sér þessa einkar frumlegu spurn-
ingu:
„Hr. Kolumbus, getið þér sagt mér frá ein-
hverju tvennu, sem yður gazt ekki að?“
Kolumbus andvarpaði þungan. Hann hafði
aldrei komizt í slíka klípu. Hann strauk liendinni
yfir enni sér og sneri sér hikandi að hinum inn-
borna vini sínum.
,,Kannske gætum við reynt að komast af án
auglýsingar.“
„Eruð þér að ganga af göflunum," sagði sá inn-
borni og fölnaði við. „Það, að þér liafið uppgötv-
að Ameríku skiptir engu máli,—-Hitt skiptir öllu,
að Ameríka uppgötvi yður.“
Fréttasnatinn gerði stórkostlegt andlegt átak
og bar fram þessa innblásnu spurningu:
„Hvernig fellur yður við amerískar konur?“
Hann beið ekki eftir svari, en tók að hamast
við skriftirnar. Öðru hvoru tók hann logandi síg-
arettuna út úr sér og potaði henni bak við eyrað.
Samtímis stakk hann upp í sig blýantinum og
starði upp í herbergisloftið í leit að innblæstri,
svo hélt hann áfram að skrifa. Þegar hann var bú-
inn, sagði hann „ókei“, klappaði hinum vand-
ræðalega sægarp á flauelsklætt, borðalagt bakið,
þrýsti hönd hans og fór.
„Jæja, nú er allt í lagi,“ sagði innborni rnaður-
inn hjálpfúsi. „Við skulum fá okkur gönguferð
um borgina. Úr því þér hafið uppgötvað landið,
er bezt að þér lítið á það. En yður verður ekki
leyft að koma í Broadway með þetta flagg. Bezt
að skilja það eftir.“
Gönguferðin um Broadway endaði með því, að
þeir fóru á 35-centa burlesque-sýningu og hinn
mikli og óframfærni Kolumbus flýði þaðan líkt
og byssubrenndur héri. Hann þaut eftir strætun-
um, rak sig á fólk og bað fyrir sér upphátt. Þegar
hann kom upp á herbergi sitt, fleygði hann sér í
rúmið og féll í fasta svefn með skröltið frá járn-
brautarlestunum í eyrum sér.
Það var snemma næsta morgun, að verndar-
vættur Kolumbusar sté inn úr dyrunum og veif-
aði dagblaði sigri hrósandi. Hinn skelfdi land-
könnuður kannaðist við glottandi smettið á sjálf-
um sér á 85. síðu. í lesmálinu var sagt frá því, að
hann væri alveg vitlaus í amerísku kvenfólki og
teldi það glæsilegustu verur í heimi. Hann væri
og náinn vinur Negus Selaisse Abyssiníukeisara —
og þess látið getið, sem af tilviljun, að ltann
mundi halda fyrirlestra um landafræði við Har-
ward-háskóla.
Hinn virðulegi Genúamaður ætlaði að fara að
bölva sér upp á, að hann hefði aldrei sagt orð í
þessa átt, er nýja gesti bar að garði.
Þeir eyddu ekki tímanum í óþarfa kurteisi, en
komu strax að efninu. Auglýsingin var farin að
bera sinn gullna ávöxt. Kolumbusi liafði verið
boðið til Hollytvood.
„Sjáið nú til, hr. Kolumbus," gestirnir leituð-
ust við að sannfæra hann. „Við viljurn, að þér
takið að yður aðalhlutverkið í sögukvikmyndinni
Amerigo Vespucci. Hugsið yður bara. Kristófer
Kolumbus í eigin persónu í hlutverki Amerigo
Vespucci. Almenningur getur ekki staðizt þess
konar. Aðalatriðið er, að samtölin fari fram á
Broadway-mállýzku. — Skiljið þér það? Ekki? Þá
skulum við skýra yður frá þessu öllu alveg frá
byrjun. Við höfum leikrit; það er byggt á skáld-
sögunni Greifinn al' Monte Christo eftir Dumas.
En það skiptir ekki máli. Við liöfum hresst upp á
það, og nú fjallar það líka um fund Ameríku.“
Kolumbus svimaði og hann bærði orðlausar
varirnar. Hann var auðsjáanlega að biðja fyrir
sér. Hinir innbornu frá Hollywood héldu fjör-
lega áfram.
„Og svo eigið þér, hr. Kolumbus, að leika hlut-
verk Amerigo Vespucci. Spánardrottning er óð af
ást til hans. Sjálfur er hann vitlaus af ást á rúss-
nesku prinsessunni Grishku. En Richeliu kardí-
náli mútar Vasco de Gama og kemur því svo fyrir
með hjálp Lady Hamilton, að þér eruð sendur til
Ameríku. Þetta djöfullega samsæri er einfalt og
augljóst. Sjóræningjar ráðast á yður á hafi úti.
VlNNAN OG VERKALÝÐURINN
45