Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 10

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 10
Af nefndarmönnum var Lúðvík Jósefsson einn, sem vildi láta Alþingi samþykkja frumvarpið. Mánaðarleg vísitala Sigurður Guðnason og Einar Olgeirsson fluttu einnig í byrjun þings frumvarp um þá breytingu á gengisskráningarlögunum, að reikna skyldi vísitölu framfærslukostnaðar mánaðarlega og greiða uppbætur á vinnu- laun samkvæmt vísitölu næsta mánaðar á undan, eins og áður var gert, og verklýðsfé- lögin höfðu samninga um. Máli þessu var vísað til 2. umræðu og f jár- hagsnefndar neðri deildar, og hefur ekki á því bólað síðan. Utrýming heilsuspillandi íbúða Meðan nýsköpunarstjórnin sat að völdum voru, meðal annars, sett lög um aðstoð rík- isins við byggingar íbúðarhúsa í kaupstöð- um og kauptúnum. — Samkvæmt þriðja kafla þeirra laga átti að gera sérstakt átak til þess að útrýma á fjórum árum öllum heilsuspillandi íbúðum kaupstaðanna. Arið 1948 beitti þáverandi ríkisstjórn sér fyrir því, að framkvæmd þessa kafla laganna skyldi frestað, og hefur svo verið gert síðan. Sósíalistaflokkurinn einn hefur ávallt bar- izt á móti þessari frestun, og enn á þessu þingi flytja þeir Magnús Kjartansson, Einar Olgeirsson og Sigurður Guðnason frumvarp um að kaflinn um útrýmingu lieilsuspillandi íbúða skuli öðlast fullt gildi á ný og koma þegar til framkvæmda. Það frumvarp sefur enn í nefnd. Atvinnuleysistryggingar Sigurður Guðnason flytur á ný frumvarp sitt um atvinnuleysistryggingar. Samkv. frumvarpinu á að stofna atvinnu- leysissjóði á vegum verklýðsfélaganna og stjórnað af þeim. Stofnfé sjóðanna skal vera þær þrjár miljónir króna, ásamt vöxtum af þeim, sem geymdar eru í þessu skyni hjá Tryggingastofnun ríkisins, samkvæmt trygg- ingalöggjöfinni. Tekjur atvinnuleysissjóða skulu vera þess- ar: 1. Atvinnurekendur skulu greiða sem svarar 4°Jo af vinnulaunagreiðslum. 2. Ríkissjóður skal greiða, árlega, 150 krónur, auk verðlagsuppbótar á hvern fé- laga atvinnuleysissjóðs. 3. Bæjar- og sveitarsjóðir skulu greiða, árlega, fjárhæð, sem nemi helmingi fram- lags ríkissjóðs. 4. Iðgjöld, sem sjóðfélagar kunna að greiða samkv. samþ. sjóðanna. Markmið atvinnuleysissjóðanna er að sjálfsögðu að tryggja sjóðfélaga gegn atvinnuleysi. Einnig þetta mál er óafgreitt í nefnd. r-----------------------------------------------------A TIL LESENDA Með þessu hejti hejur göngu sína tímaritið Vinnan og verkalýðurinn. Þessu tímariti er jramar öllu ætlað það hlutverk að verða málsvari vinn• andi jólks í baráttu þess fyrir rétti sinum efnahags- og menningarlegum. Jafnframt því sem það heldur uppi merki daglegrar kjara- og réttinda- baráttu alþýðunnar mun það leitast við að flytja alþýðu alla þá frœðslu sem tök eru á varðandi stéttarleg samtök hennar og annað, sem verða má til eflingar áhrifum hennar í þjóðfélaginu. Ritið mun og leitast við að flytja sem fjölþœttast efni innlent og erlent lesendum sínum til fróðleiks og skemmtunar. Erindi þessa nýja tímarits má teljast því brýnna sem sú staðreynd er augljósari að mjög hafa nú í seinni tíð dregist úr höndum íslenzkrar al- þýðu þeir miklu árangrar sem unnust á tímabilinu 1942—48 meðan sam- einingarmenn höfðu forustu fyrir heildarsamtökunum og fyrirsjáanlegt er að á meðan núverandi stjórn Alþýðusambands Islands situr að völd- um sígur enn meira á ógœfuhlið fyrir vinnandi fólki svo fremi að ekki verði stungið fótum við af fjöldanum. — Það tjón er hagsmuna- og rétt- indabarátta alþýðunnar beið við missi tímaritsins Vinnunnar og Full- trúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík úr höndum sameiningarmanna mun reynt að bœta eftir megni með útgáfu þessa tímarits. Um leið og Utgájufélag alþýðu li.f. gerir sér Ijósa hina miklu og að- kallandi þörf slíks málgagns, er nú hefur göngu sína, er henni jafnframt Ijóst að eitt höfuðskilyrði þess að ritið geti rœkt köllun sína, er sem nán- ast samstarf við lesendurna og gagnkvœmur skilningur. í bjargfastri trú á það að slíkt megi takast sendir Vinnan og verkalýðurinn lesendum sín- um og alþýðu allri sínar beztu jóla- og nýjárskveðjur. STJÓRN ÚTGÁFUFÉLAGSINS V_____________________________________________________y 50 milljón króna launaskerðingu og hindra arðránsáætlanir auðstéttar- innar. -— Voru ekki t. d. á fimmta hundrað sjómanna, allur þorri starf- andi manna þeirrar atvinnugreinar í Reykjavík, stimplaðir sem komm- únistar s.l. sumar í blöðum þrífylkingarinnar? Astæðan var engin önn- ur en sú, að sjómennirnir stóðu saman um stéttarlegar hagsmunakröfur sínar án þess að spyrja hver annan um stjórnmálaskoðun, gerðust virkir í eigin hagsmunabaráttu þ. e. „aktivistar“! — Og fengu ekki sumir þeirra pokann að deilu Iokinni fyrir, þótt þeir væru ekki kommúnistar að lífsskoðun ? — Hvenær hefur nú á síðari áratugum verið háð drengi- leg og heiðarleg barátta fyrir kaupi og kjörum verkalýðsins, svo að andstæðingar hans hafi ekki hvæst orðunum ,,kommúistar“, ,,Rússar“ að þeim verkalýðsfulltrúum, sem hvorki hótanir né mútuboð bitu? Var það t. d. auglýst 1948, þegar borgaraflokkarnir þrír hófu sam- eiginlega baráttu sína til valda í Alþýðusambandinu, að fyrir þeim vekti það að færa heildarsamtök íslenzkrar alþýðu í hlekki svo unnt yrði að koma á gengislækkun og því ömurlega ástandi, sem nú ríkir í hagsmunamálum alþýðunnar? — Nei, auðvitað ekki. Á oddinum var 4 VlNNAN OG VERKALÝÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.