Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 54
I FAUM ORÐUM
Vísitalan og kaupið
Eins og kunnugt er samdi ríkisstjórnin
við Alþýðusambandsstjórnina um að kaup-
gjald skyldi greitt með vísitölunni 115 frá
miðju sumri til áramóta. Báðar óttuðust
stjórnirnar viðbrögð verkalýðsfélaganna í
sambandi við fölsun júlívísitölunnar og alla
kjaraskerðingu gengislækkunarlaganna, en
flest stærstu og öflugustu verkalýðsfélögin
höfðu sagt upp samningum og undirbjuggu
kjarabaráttu í samræmi við ákvörðun verka-
lýðsráðstefnunnar og áskorun sambands-
stjórnar í byrjun júlí. Frá öllum fyrri á-
kvörðunum rann síðan sambandsstjórn og
gerði smánarsamninginn fræga um 3ja stiga
hækkunina á vísitölunni við gengislækkun-
arstjórnina. Þegar sambandsstjórn hafði
þannig vegið aftan að félögunum var ekki
um annað að ræða en að framlengja gömlu
samningunum, því allir verkamenn voru
sammála um, að svo bezt væri árangurs að
vænta í baráttu fyrir hækkuðu kaupi, að
öll verkalýðsfélögin fylgdust að og ættu ekki
von á rýtingsstungu í bakið frá yfirstjórn
heildarsamtakanna. Síðan hefur dýrtíðin
haldið áfram að vaxa óðfluga og má segja
að kjörin rýrni stórlega með degi hverjum.
Júlí-kaupið var greitt með vísitölunni 112,
samkv. fyrri bráðabirgðalögum ríkisstjórn-
arinnar. Síðari bráðabirgðalögin ákváðu
vísitöluna 115. Til að jafna þennan mismun
hefur kaupið verið greitt með vísitölunni
115,75 frá því í ágúst s.l. og verður svo til
áramóta. Breytingar á lágmarkskaupi hafa
fáar orðið á tímabilinu. Launþegar hafa svo
lengi búið við útborgun með núverandi vísi-
tölu, að ekki þykir ástæða til að birta kaup-
tíðindi í þessu hefti ritsins, en að sjálfsögðu
verða þau birt strax eftir áramót komi ný
vísitala þá til framkvæmda.
Standið á verði um gildandi
samninga
Það er gömul og ný reynsla verkalýðsins,
að á tímum minnkandi atvinnu ganga marg-
ir atvinnurekendur á það lagið að reyna að
sniðganga gildandi kjarasamninga. Þessa
gætir nú mjög víða á vinnustöðum og þurfa
verkamenn og aðrir launþegar því að vera
vel á verði. Nauðsynlegt er að taka þegar í
upphafi óstinnt upp allar slíkar tilraunir
atvinnurekenda og umboðsmanna þeirra til
að ganga á samningsbundinn rétt verka-
fólks. Sé eftir gefið í þessu efni veit enginn
hvar áleitnin lætur staðar numið. Verkafólk
er því eindregið hvatt til að tilkynna stéttar-
félagi sínu án tafar öll samningsbrot, vemda
þannig rétt sinn og stéttarinnar í heild og
kenna atvinnurekendum að virða gerða
samninga. Þannig getur hver einstaklingur
í samtökunum gerzt verjandi allra þeirra
dýrmætu kjarabóta og réttinda, sem verka-
lýðssamtökin hafa fært meðlimum sínum á
undanförnum árum og sem nú em í hættu sé
ekki vakað á verðinum á hverjum þeim vett-
vangi þar sem tilraunir til samningsbrota
eru gerðar.
Krafa A.S.I.-þingsins: „Vinna handa
öllum vinnufærum Islendingum"
„Rétturinn til vinnunnar er helgasti rétt-
ur hins vinnandi manns.
íslenzka þjóðin á nægilega mikið af fram-
leiðslutækjum og auðlindum, til þess að
hægt sé að tryggja öllum vinnufærum Islend-
ingum arðbæra atvinnu og mannsæmandi
lífskjör.
En hér er illa á haldið.
Þess vegna er svo komið, að skuggar at-
vinnuleysis og skorts leggjast nú óðfluga
yfir íslenzk alþýðuheimili víða um land.
Mikill hluti vélbátaflotans liggur bund-
inn í höfn, hraðfrystihús og fiskiðjuver eru
stöðvuð, niðursuðuverksmiðjur og fisk-
þurrkunarhús illa hagnýtt og flestar verk-
smiðjur tæpast hálfnýttar sökum efnisskorts.
Vegna þeirra geigvænlegu afleiðinga,
sem þetta ástand hefur fyrir hinar vinnandi
stéttir og þjóðfélagið í heild, skorar 22. þing
Alþýðsambands íslands á ríkisstjórnina:
Að gera nú þegar öflugar ráðstafanir til að
örfa framleiðsluna og tryggja fulla nýtingu
allra framleiðslutækja landsmanna árið um
kring.
Þingið leggur alla áherzlu á eflingu at-
vinnulífsins í landinu og leggur fyrir vænt-
anlega sambandsstjóm að beita öllum mætti
samtakanna til að knýja ríkisvaldið til að-
gerða á því sviði.
Aðalkrafa þingsins er: Vinna handa öllum
vinnufærum íslendingum ...“
Þá var ennfremur krafist:
Að vélbátaútgerðinni verði tryggður
starfsgrundvöllur.
Að ekkert erlent verkafólk sé tekið í vinnu
að nauðsynjalausu.
Að íslenzkt verkafólk njóti forgangsrétt-
ar til vinnu á Keflavíkurflugvelli.
Að kauptrygging sjómanan verði raun-
veruleg (jafnframt mótmælti þingið nýjum
lögum er miðuðu að því að rýra gildi kaup-
tryggingarinnar).
Að vinnumiðlun verði framkvæmd svo að
gagni komi (jafnframt var mótmælt þeirri
ráðabreytni stjórnarvaldanna, að ætla að
svipta vinnumiðlunarskrifstofur ríkisstyrk).
Að komið verði upp viðunandi verbúðum,
þar sem þess er þörf og greidd sé af hálfu
þess opinbera gata þess verkafólks, er þarf
að ferðast milli staða vegna atvinnu sinnar.
Þingið vítti ríkisstjórnina fyrir afstöðu
hennar til atvinnumálanna og benti loks á,
að vandamál atvinnuveganna verði eins og
nú er komið málum, aðeins leyst með öflun
nýrra markaða, fjölbreyttari vörufram-
leiðslu, lækkun reksturskostnaðar, afnámi
hins mikla gróða verzlunarstéttarinnar,
lækkun vaxta, aukinni tækni, bættum vinnu-
aðferðum og með algjörum niðurskurði á
skrifinnsku og óþarfa nefndabákni ríkis-
valdsins.
Keflavíkursamningnum
sé sagt upp
Þá samþykkti A. S. í.-þingið einróma svo-
Iátandi ályktun:
„Tuttugasta og annað þing Alþýðusam-
bands íslands skorar á Alþingi að segja upp
Keflavíkursamningnum, strax og ákvæði
hans leyfa, og tryggja þannig óskoruð yfir-
ráð íslendinga yfir flugvellinum í Keflavík
sem íslenzku landi — svo og það, að flug-
völlurinn verði á engan hátt notaður til
hemaðarþarfa."
Árið 1812 beið innrásarher Napóleons
hinn eftirminnilega ósigur á sléttum Rúss-
lands. — Hinsvegar er ekki öllum jafn kunn-
ugt, að sama ár réðist bandarískur her inn
í Kanada, en Kanadamenn brugðust hraust-
lega við og ráku árásarherinn af höndum
sér. Sumarið 1812 lét Jefferson svo um mælt,
að ekki þyrfti annað en að fylkja liði og
ganga yfir landamærin, til að leggja undir
sig landið, og hinn bandaríski hermálaráð-
herra státaði af því frammi fyrir heiminum,
að Kanada væri hægt að taka án hermanna.
*
Það bar til, að flugvél ein hrapaði í haf
niður. Áhöfnin (2 enskir og einn Skoti)
komust í gúmmíbátinn. Þeir ensku hófu
bænagjörð, en Skotinn stökk þá óðara fyrir
borð. Þeir náðu honum og er þeir spurðu,
hvað valdið hefði slíku glapræði hans,
svaraði Skotinn: „Ég vildi ekki bíða þess
að'þið hæfuð samskotin.“
*
— Af hverju ertu að gráta, litli minn?
■— Það er komið nýtt barn heima og svo
segja þau nátúrlega að það sé mér að kenna.
48
VlNNAN OG VERKALÝÐURINN