Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 16
GUÐJÓN BENEDIKTSSON:
BJÖRN ÞORSTEINSSON:
VÍ SNABÁLKUR
Til að spara spor og hlaup,
spjátrungshátt og gjaldið,
fœ ég mér heldur flösku en staup
fái ég henni valdið.
*
Arkar vindur yfir grund
eins og kind á svelli.
Darkar í syndum seimahrund,
sem varð blind í elli.
*
Þótt ég sveimi sitt á hvað
og syndgi eftir vonum,
renni ég sjaldan augum að
annarra manna konum.
*
Þótt margt sé falt um foldarból
fœst ei mjaltakona.
Lífsins valta lukkuhjól
lœtur alltaf svona.
*
Eklci fœ ég unað mér
eilífðar- við gumið.
Þegar leiknum lokið er
lœt ég staðar numið.
*
Þar sem vonir vorsins kól
varð ég oft að beygja mig.
Þegar lífsins sezt er sól
sezt ég upp og teygi mig.
Miðdegisdúr
Eg vil já mér beauty blund
svo braggist á mér face-ið
og mig þjái ekki um stund
auðargnáarleysið.
*
Það er nú svo
Sjómennirnir sigla á haj
sœldarkjörum fláðir.
Þeir sem komast ekki af
einir verða dáðir.
Hagnýt biblíuskýring
Mal sá engan átti að fá,
sem ekki nennti að vinna.
En þacf er vinna að auðgast á
andlitssveita hinna!
Jólahátíðin og uppruni hennar
Jólin, mesta hátíð kristinna manna, eiga sér býsna langa og merkilega sögu,
sem ég ætla mér ekki að segja nema að nokkru leyti að þessu sinni.
Það hafa oft orðið siðaskipti í veröldinni, því að menn hafa breytt um trú
og siðgæðishugmyndir, eftir því sem þjóðfélagshættir hafa tekið stakkaskipt-
um. Goðalíkneski hafa verið eyðilögð og hof og musteri brotin niður, en jafn-
an hafa önnur veriö reist í staöinn og líkneski nýrra guða sett, þar sem hin
fornu stóðu áður. I öllum þessum byltingum hefur helzta hátíð ársins, jólin,
staöiö óhögguð, síðan endur fyrir löngu.
I fornöld voru Persar mikil menningarþjóð, eins og þeir eru reyndar enn
í dag. Þeir trúðu á marga guði, eins og flestar heiðnar þjóðir, en gyÖjan
Miþra virðist hafa verið þeim einna hjartfólgnust. Hún var hin mikla móðir
guðdómsins, verndari alls, tákn hreinleikans og ímynd ódauðleikans. Trúar-
brögð Persa bárust út meðal þjóða við austanvert Miðjarðarhaf, og á tímum
rómverska ríkisins var Míþra-dýrkunin mjög útbreidd innan heimsveldisins.
Samkvæmt júlíanska tímatalinu, kenndu við Júlíus Sesar 100—44 f. Kr.,
voru vetrarsólhvörf talin þann 25., desember, en það var talinn burðardagur
sólarinnar, því að þá tók daginn að lengja og máttur sólarinnar að vaxa. í
Sýrlandi og Egyptalandi var mikil hátíð þennan dag, og um miðnætti hróp-
uðu menn þar: „Mærin hefur oröið léttari. Birtan er að vaxa“. I Egyptalandi
tignuðu menn hina nýfæddu sól í gervi reifabarns, en fæÖingardagur þess var
25. desember. Hin hreina mær, sem fæddi þannig son þann 25. des. var engin
önnur en hin austræna gyðja, sem Semítar kölluðu himneska mey eða aðeins
himneska gyðju. Míþra var persónugerving sólarinnar, hin ósigrandi sól,
eins og hún var nefnd, en einnig talin í heiminn borin 25. des.
Guðspjöllin fræða okkur ekkert um fæðingardag Krists, og í frumkristn-
inni var ekki haldinn hátíðlegur fæðingardagur frelsarans. Þegar stundir
liðu, tóku kristnir menn í Egyptalandi að telja, að hann væri fæddur þann
6. janúar (á þrettándanum), og þegar kemur fram á 4. öld var fariö að halda
þann dag almennt hátíðlegan á Austurlöndum í tilefni af fæðingu Krists.
Kirkja Vesturlanda viðurkenndi aftur á móti aldrei þennan dag, en um 300
10
VlNNAN OG YERKALÝÐURINN