Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 35

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 35
GUNNAR BENEDIKTSSON: Lífið kallar Kvæði eftir Kristján Einarsson frá Djúpalœk Hér er ungt skáld á ferðinni, fyrsta kvæðabók höfundarins koni út fyrir 7 árum, en þessi er sú fjórða í röðinni. Það er fagnaðarefni nú á tímum að heyra ungt skáld gefa yfir- lýsingu um, að það hafi heyrt kall lífsins. Og bókin ber þess vitni, að höfundurinn hefur í raun og sannleika heyrt þetta kall og vill sinna því sem einn úr hópi íslenzkrar alþýðu á tímum mik- illa þrenginga og örlagaþrunginna veðurboða. Bókin vitnar !íka um mikla hæfileika til að sinna þessu kalli. Hvergi vottar fyrir þeirri „linattþoku heilans“, sem hefur verið alláberandi í kvæðum niargra yngstu skáldanna okkar. Öll fram- setning er einföld og ljós, höfundur virðist ekki haldinn neinni ástríðu til að leggja orku sína í erfið form, sem hylja alla hugsun fyrir alþýðu manna. Honum liggja á tungu arfgeng form íslenzks Ijóðamáls. I þeirn fornutm leggur hann frarn hugrenningar sínar og tilfinningar. Og það eru blik af hugrenningum og tilfinningum fólksins á Islandi, sem þessi bók færir því svo í hendur í því orðs- ins formi, sem flestum alþýðumönnum á Islandi er ljósast og hug- þekkast í gegnum mörg hundruð ára kynni. Það er formið hans Hallgríms Péturssonar, Eggerts Ólafssonar, Kristjáns Fjallaskálds, Þorsteins Erlingssonar og annarra, sem af mestum hreinleika hafa gefið íslenzku þjóðinni allt sitt hjarta í sorg og gleði, trú og lífs- skoðun, örvæntingu og baráttuhug. Kristján frá Djúpalæk er hagur á stuðlað mál. Stytztu kvæðin hans, byggð af nokkrum ferhendum, ættu að hafa mikla mögu- leika til að nema land á vörum Islendinga. Þegar það formið leik- ur við hann, þá er rokið út í veður og vind allt þunglyndi, von- deyfð og ergi, sem annars gætir nokkuð í sumum kvæðanna. Þá nær hann tökum á hinni léttu, ástríðulausu og stórlátu tjáningu, sem um allar aldir hefur verið eitt höfuðeinkenni íslenzkra bók- mennta. Islendingnum er það ekki sársaukalaust, að erlent stór- veldi er að ásælast Hvalfjörð. En það er rammíslenzkur háttur að afgreiða þess konar hjartans mál á yfirlætislausan hátt: Eg veit þeir girnast vígi, og vatn er hér yfrið nóg. að fara héðan í kvöld. Gjörið svo vel að sjá um, að flutningur hans kornist í lestina klukkan sex og fjörutíu." Síðan strunsaði hún hátignarlega út úr stof- tinni. Biskupinn snéri sér geislandi að Lancelot. „Þá hef ég rétt aðeins tíma til að skrifa ávísun handa þér, drengurinn minn.“ Hann laut áfram og tók Webster í fang sér. Lancelot leit lauslega á þá, og læddist síðan hægt út úr stofunni — þessi helga stund var ekki ætluð augum hans. Asm. Jónsson þýddi. En Helga Haraldsdóttir hefur vígt þennan sjó. Kristján er í hópi þeirra íslenzkra skálda, sem hugsa og skynja í myndum íslenzkrar náttúru og íslenzkrar sögu: Er ekki Hvítáin hljóð í dag og hverfisteins sefjandi galdralag? Er ekki fjallshlíðin föl á svip og flótti í hjarðanna augum? segir liann í bréfi til vinar síns í sveitinni á því ægilega ári í ís- lenzkri sögu 1949.1 því bréfi grípur hann á formi, sem honum ætti að vera rnjög tiltækt, frásögn í ljóðum, hugrenningar á víð og dreif, streymandi fram í bundnum vísuorðum, lengri eða styttri, án fyrirfram settra lögmála, tilbreytni í hrynjandi og innbyrðis afstöðu rímorða, og sveigja þó hvergi frá kröfum íslenzkra brag- forma. Fyrsta kvæði bókarinnar, „Uggur“, er ef til vill bezt ort. Þar er hann greinilega undir áhrifum eins listfengasta Ijóðasmiðar okk- ar nú á tímum. En Kristján getur leyft sér að yrkja undir áhrifum háns án þess að glata nokkru af sínu eigin. Enn er hver setning svo látlaus, sem barn tali við móður. I því eina kvæði hefur Krist- jáni tekizt að klæða vanmáttartilfinningu í listrænt form: Byrg þú ekki myrkur bláum augum ljósið. Vindar blásið hægar, ég er vatnið lygnt. Blóm er ég á engi. Barn er ég á vegi. Næð ei um þau kuldi í nótt. Sannleikur skal vinna sigur fyr en lýkur. Góðvild rýma hatri og grimmdarhug. Fegurðin er guð minn. Frelsið er hans boðorð. Bræðralagsins fána ég ber. Annars vona ég, að barnsleg vanmáttartilfinning verði ekki eft- irlætisyrkisefni Kristjáns í framtíðinni. Nú er hann líklegastur allra ungra skálda til að verða íslenzkri alþýðu skáld hvatningar og baráttu. Kvæði eins og „Fyrirsát“ og „Að þora í stað þess að þrá“ eru öruggar og látlausar hvatningar, sem hitta mark á sínu sviði. Þess háttar kvæði eru ekki hátt skrifuð af „bókmenntafræð- ingum“ borgaranna. En færi svo, sem ég vil sízt af öllu efa, að al- þýðan í landinu finni og skilji ábyrgð sína á framvindu tímans og gefi sig að þeim átökum, sem eru rökrétt ályktun þar af, þá mun að því koma, að þeirri sömu alþýðu þættu kvæði af þessu tagi nokkurs virði. Brúðguminn veitti því athygli að einn brúð- kaupsgestanna var eitthvað daufur í dálkinn, og til þess að hafa úr honum ólundina segir ltann við gestinn að hann muni ekki ennþá hafa kysst brúðurina. Jú, oft, en ekki síðasta missirið, var svarið. VlNNAN OG VERKALÝÐURINN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.