Bergmál - 01.02.1948, Qupperneq 65

Bergmál - 01.02.1948, Qupperneq 65
1 9 4 8 -------------------------------------------- B E R G M Á L en St. Pierre og Bateese voru þeir einu, sem höfðu heyrt hvað Davíð sagði. „Syntuð þér yfir til flekans?" spurði St. Pierre með tortryggni í málrómnum. „Þér horfðuð inn um gluggann og sáuð. . . .“ Davíð kinkaði kolli. Hann gat ekki dulið fyrirlitningu sína á manninum, sem hann var að tala við. „Já, ég sá í gegnum gluggann, yður og vesælustu konuna í öllu Three-Rivers-héraðinu, systir mannsins, sem ég sendi í gálgann. Ég .. . „Hættið!“ Rödd St. Pierres hljómaði sem þruma. Hann gekk feti framar, hann var öskugrár í framan og augun skutu gneistum. Með herkju- brögðum tókst honum að stilla sig. Hann reyndi að brosa og sam- stundis tók Davíð eftir að Bateese brosti gleiðu brosi. Breytingin á St. Pierre líktist því þegar sólin brýzt fram gegnum dimm ský. Það fór að rymja í honum og varð það að niðurbældum hlátri, jafnframt horfði hann yfir til íbúðarprammans. „Hr. minn, yður finnst það synd hennar vegna? Þér viljið berjast ....?“ „Fyrir heiðarlegustu og göfugustu konu, sem fyrirfinnst í heim- inum, — konuna yðar!“ „Þetta er skringilegt", sagði St. Pierre. Hann talaði lágt við sjálfan sig og horfði aftur á prammann. „Já, þetta er í meira lagi fyndið kæra Marie-Anna mín. Hann hefur sagt að hann sé hrifinn af þér, hann hefur kysst hár þitt, þegar hann hélt þér í örmum sín- um, — en þrátt fyrir það vill hann lumbra á mér af því að hann heldur að ég sé stórsyndari, og til að koma mér til að berjast við sig í stað Bateese, kallaði hann Carmin mína vesæla konu. Hvað get ég nú gert annað en að berjast við hann og lúskra honum þangað til hann getur ekki staðið á fótunum? Og þá sendi ég hann aftur til þín Marie-Anna, svo að þú getir hjúkrað honum aftur. Ég hugsa að hann þoli refsingu sína með glöðu geði þegar hann á von á því! Ekki satt hr. minn?“ Hann brosti þegar hann sneri sér að Davíð og var alveg orðinn rólegur. „Herra minn, ég ætla að berjast við yður, og veðmálið skal standa óbreytt. Við skulum tala hreinskilnislega hvor við annan. Þér elskið 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.