Bergmál - 01.02.1948, Blaðsíða 53
1 9 4 8 -------------------------------------- B E R G M Á L
Maðurinn, sem hér um ræðir, á ekki enn konu og börn, — aðeins
unnustu.
Haldið þér það í raun og veru, stúlka góð, að unnusti yðar verði
yður betri sem eiginmaður en bann er nú? Haldið þér að það sé
rétta leiðin til þess að bæta hann, að samþykkja með þögn og þolin-
mæði, að hann hafi alltaf rétt fyrir sér, hversu fráleitt sem það er
og hversu illa sem honum þóknast að leika yður?
Yður mun aldrei takast að kenna þessum manni neitt. Ekki einu
sinni prúðmannlega borðsiði.
Unnustan er dálitið afbrýðisöm.
Kæra Helena!
Ég á í fórum mínum Ijósmynd, sem ég hef sjálfur tekið af gamalli
vinkonu minni. Ég held sérstaklega mikið upp á þessa mynd vegna
þess að hún er mjög vel heppnuð frá listrænu sjónarmiði séð. Unn-
usta mín heimtar það af mér, að ég eyðileggi myndina eða hótar að
koma henni fyrir kattarnef sjálf að öðrum kosti. Hún er afbrýðisöm
vegna þess að ég mun einhvern tíma í áheyrn hennar hafa farið
vingjarnlegum orðum um stúlkuna, sem myndin er af. Nú segir
unnusta mín, að ég verði að velja á milli sín og myndarinnar.
Karl.
S v a r :
Þér hafið auðsýnilega neitað því mjög ákveðið að verða að ósk-
um unnustu yðar um að eyðileggja myndina. Til þessa geta verið
fleiri en ein ástæða:
1. Yður linnst unnustan sýna yður vantraust með þessari kröfu
sinni.
3. Myndin er yður dýrmæt vegna þess að hún ber smekkvísi yðar
vitni.
3. Þér minnizt stúlkunnar, sem myndin er af, með hlýjum huga
og þakklæti, finnst hún og þær saklausu tilfinningar yðar vanvirtar
með því að kasta myndinni.
Hin síðast nefnda ástæðan er e. t. v. — meðvitað eða ómeðvitað —
ríkust. Hverju sinni, er yður verður litið á myndina, minnizt þér
ósjálfrátt. liðinna samverustunda, og milli ykkar liggja þræðir vin-
áttu og skilnings.
51