Bergmál - 01.02.1948, Blaðsíða 20
B E R G M Á L ------------------------------------ F E B R Ú A R
víni, og þá geturðu sýnt mér þessa karla, sem þú ert svo hræddur
við, ef þeir eru þar.
„Gerum það“, sagði ég, „ég hef ásett mér að hafa augun á þeim
í dag. En þú mátt ekki einblína á þá, því að slíkt getur vakið grun
hjá þeim, að oss hinum standi stuggur af þeim.
„Berðu engan kvíðboga fyrir því“, mælti Dick, „ég er sem sak-
laust lamb“.
Síðan gengum við niður í farrúmið. — Nokkrir af farþegunum
sátu þar umhverfis borðið. Þar voru sumir að koma fyrir farangri
sínum, aðrir að borða morgunverð, og enn aðrir að lesa í bók eða
skemmta sér á annan hátt. En hinir tveir fyrrnefndu félagar voru *
þar ekki. Við gáðum í hvern krók og kima, einnig inn í svefnrúmin,
og fundum þá ekki. — „Guð minn góður“, hugsaði ég, „nú eru þeir
í einhverjum leyniklefanum að búa sig undir að framkvæma hið
óttalega áform“. Að vera í þessum efa var djöfullegt ástand. Dick
spurði brytann, hvort fleiri væri hér niðri en þeir, sem við sáum.
„Já“, kvað brytinn, „það sitja tveir menn inni í reykingaherberg-
inu“. Reykingaherbergið, lítið, snoturt herbergi, vel útbúið að
húsbúnaði, var rétt við hliðina á þvottaherberginu. Við hrundum
hurðinni upp og gengum inn.
Það var sem af mér væri lyft stórum steini. Það fyrsta, sem ég rak
augun í, var hið magra og hrukkótta andlit Flanningans, hans
fast samanbitni munnur og hvössu augu. Félagi hann sat gagnvart
honum. Þeir sátu að drykkju og hrúga af spilum lá á borði fyrir
framan þá. Ég hnippti í Dick, sem merkja skyldi, að þetta væru
þeir, sem við leituðum að. Þeir tóku að spila og virtust ekki taka
neitt eftir okkur. Við Dick fengum okkur sæti. Ég hafði alltaf
augun á þeim. Spilið, sem þeir spiluðu, kölluðu þeir „Napoleon“.
Þeir voru auðsjáanlgea báðir mjög færir spilamenn. En ég gat ekki
annað en dáðst að sálarþreki þessara manna, sem rétt áður en þeir
framkvæmdu hið hræðilega áform sitt gætu skemmt sér þannig við
spil. Þótt báðir væru góðir spilamenn, virtist þó sem Flanningan
yrði heldur undir. Loks kastaði hann spilunum frá sér og kvaðst
ekki vilja spila lengur.
„Ég spila alls ekki lengur, því að nú um langan tíma hef ég ekki
fengið eitt einasta brúklegt blað“.
18
/