Bergmál - 01.02.1948, Blaðsíða 22

Bergmál - 01.02.1948, Blaðsíða 22
B E R G M Á L---------------------------------------F E B R Ú A R munduð segja. Verið þér ekki að spyrna fæti við mér, Flanningan. Ég veit vel hvað ég segi. Því fer fjarri, sem þér haldið“, mælti hann aftur til mín. „Það getur verið að skip sigli fram hjá okkur“, mælti Dick. „Nei, það var ekki það sem ég átti við“, mælti Miiller. „Veðrið er gott“, mælti ég; „hví skyldu ekki fréttir um okkur koma frá lendingarstað okkar?“ „Ég segi ekki að það muni ekki koma fréttir um okkur frá lend- 4 ingarstaðnum. Það mun það reyndar. En það verða ekki þær fyrstu fréttir". , „Hvaðan skyldu þær koma?“ mælti Dick. 4 „Það fáið þið aldrei að vita. En hitt er víst, að leynileg;ur boðberi mun flytja fregn um okkur áður en þessi dagur er að kvöldi kom- inn“. Hann hló skellihlátur, er hann hafði þetta sagt. „Við skulum koma upp á þilfar“, mælti félagi hans. „Þér hafið drukkið of rnikið af þessu bölvuðu cogniaci. Þess vegna getið þér ekki haldið yður saman. — Komið þér nú“. Síðan tók hann í handlegginn á honum og hálfgert dró hann út úr herberginu. Við heyrðum að þeir gengu upp stigann, upp á þilfar. „Hvað ætlar þú nú um þetta?“ mælti ég við Dick. „Hvað ég ætla um það? Ég ætla alveg hið sama og félagi hans, að við höfum setið allt of lengi og hlustað á rugl úr drukknum manni. Hann hefur fengið sér laglega neðan í því sá kauði“. „Sástu ekki Dick, hvernig hinn reyndi að þagga niðri í honum?“ „Jú, náttúrlega. Hann vildi ekki að kunningi sinn léti sem fílf í augsýn ókunnugra manna. Kann að vera að sá lági sé eitthvað geggj- aður og hinn sé settur til að gæta hans“. „O, Dick“, mælti ég, „hvað þú ert blindur. Gaztu ekki heyrt, að hvert orð, sem hann sagði, er sterk sönnun fyrir grun mínum“. „Láttu engan heyra þetta“, mælti Dick. „Gaztu ekki heyrt, að allt þetta mas um leynilegan boðbera var tóm vitleysa?“ „Á ég að segja þér, hvað hann átti við“, mælti ég. „Hann átti við, að eitthvert af þeim skipum, sem á sveimi væru hér fyrir utan strönd Ameríku, mundi sjá blossann, þegar skipið springi í loft upp“. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.