Bergmál - 01.02.1948, Blaðsíða 47
1 9 4 8 ---------------------------------------------B E R G M Á L
að neðansjávargildrurnar og -netin, sem loka áttu siglingum öllum
til Scapa Flow að austanverðu voru ekki á sínum stað. Þau höfðu
verið rannsökuð og í Ijós hafði komið að þau voru ekki örugg, voru
orðin slitin og fúin í sjónum og étin af möðkum og ormurn. Gildr-
urnar og netin höfðu því verið fjarlægð til viðgerðar. Ef til vill
hefur Ortel tekizt að sjá þegar þeim var lyft upp. Nýjar girðingar
áttu að koma frá Suður-Englandi og voru á leiðinni, en alls konar
hindranir af völdum styrjaldarinnar töfðu mjög fyrir. En Ortel vissi
að enginn annar enn hann af utanaðkomandi mönnum í heiminum
vissi um þetta að það væru stór göt í varnargarðinn umhverfis
Scapa Flow.
Það var í október, sem Ortel komst að þessu. Þann dag lokaði
hann verzlun sinni nokkru fyrr en venjulega. „Það er rigning og
það koma víst ekki fleiri viðskiptavinir í dag“, sagði hann við búð-
arstúlkuna. Hann lokaði járnhlerunum vandlega fyrir gluggunum
og fór heim.
Heimili hans var notalegt með algerlega enskum blæ. Á arninum
logaði eldur og upp yfir hékk ketill með vatni. Albert opnaði fyrir
útvarpið að vanda til að lrlusta á fréttir af styrjöldinni. Síðan gekk
hann að fataskápnum og tók þaðan fram heyrnartól; (í fataskápnum
virtist vera gamaldags útvarpstæki, með þessum einkennilegu gam-
aldags tökkum og mælum. En þetta var stuttbylgjusenditæki. Ortel
studcli á takka og snéris kífu og muldraði síðan eitthvað í lágum
hljóðum í taltækið.
Skilaboðin voru send til þýzka ræðismannsins í Hollandi, sem þá
var enn hlutíaust. Frá Haag var skilaboðunum komið áleiðis í mesta
flýti til Canaris, sem innan skamms vissi að varnir Scapa Flow voru
í molum og opin leið væri fyrir kafbáta til árása og að nokkrir
dagar mundu líða unz hægt væri að lagfæra.
Canaris tók óðara til starfa. Skipanir á dulmáli voru sendar öll-
um kafbátum í Norðursjónum og Ermarsundi. Þýzka flotasérfræð-
ingnum við sendisveitina í Hollandi var gert að hafa samband við
Ortel — Wehering — í Kirkwall.
Giinther kafbátsforingi á kafbátnum B—06 var valinn til að fram-
kvæma hið áætlaða verk. Hann fékk fyrirskipanir um að fara með
skip sitt að austasta tanga Panómaeyju í Orkneyjum, og þar kom
45