Bergmál - 01.02.1948, Blaðsíða 45

Bergmál - 01.02.1948, Blaðsíða 45
1 9 4 8 ---------------------------------------------B E R G M Á L var saminn í Versölum. í þá daga grunaði engan hvílíkar gerbylt- ingar áttu eftir að eiga sér stað í Þýzkalandi, hve Ruhr-dalurinn, sem þá var hernuminn af Frökkum, mundi skjótt hverfa aftur til Þýzkalands og hve skjótt Þýzkaland mundi hefja sína hefndar- styrjöld. En þýzki flotinn og þýzki herinn, eða æðstu herforingjarnir voru þess fullvssir, að eftir tíu til fimmtán ár mundi verða önnur styrjöld. Vegna þessarar fullvissu voru sendir út njósnarar og árið 1923 var alls ekki of snemmt. Alfred Wehering var einn af yngstu skipherrunum í þýzka flot- anum. Hann hafði getið sér góðan orðstý sem skipherra í fyrri heimsstyrjöldinni. Canaris hafði mikið álit á hæfni hans og valdi hann þess vegna til hins þýðingarmikla nýja starfs árið 1923. We- hering átti að verða sölumaður fyrir þýzkt úrsmíðaverkstæði. Sem virðulegur fulltrúi meinlauss fyrirtækis, gat hann heimsótt flest lönd Evrópu. Hann átti að hafa opin augun fyrir öllum nýjung- um í skipaiðnaðnum í þeim löndum sem hann ferðaðist um. Eftir að hafa starfað að þessu í þrjú ár var hann sendur til Sviss, þar sem hann lagði stund á úrsmíði og varð brátt mjög fær í þeirri iðn. Árið 1927 fluttist hann búferlum til Englands. Enginn vissi að hann var sjóliðsforingi, ekki einu sinni að hann var Þjóðverji. Það var leikur einn fyrir Canaris að útbúa handa honum nýtt vegabréf og nýtt nafn. Hann notaði hið algenga svissneska nafn Albert Ortel. Hann settist að í Kirkwall í Orknéyjum, sem er skammt frá her- skipalæginu í Scapa Flow. Kirkwall og héraðið umhverfis, þarfn- aðist góðs úrsmiðs. 1 fyrstu vann Ortel, sem afgreiðslumaður í ýms- um smáverzlunum, sem seldu skartgripi og glingur. Auk þess tók hann að sér að gera við úr í frístundum sínum. Hann var vand- virkur og ódýr og orðstír hans breiddist út. Ortel stillti lífi sínu í hóf og sparaði hvern eyri í þeim tilgangi að draumur hans um eigið úrsmíðaverkstæði mætti rætast sem fyrst. Þar mundu sjóliðarnir frá Scapa Flow kaupa úr og aðra minjagripi, og loksins kom að því að draumur hans rættist. Ortel varð eigandi lítillar verzlunar, sem seldi skartgripi og svissnesk úr. Viðskiptin voru mikil eftir ástæðum. íbúar Kirkwall voru ekki ríkir, en þeir höfðu efni á að kaupa annað slagið, ódýr úr og penna. Úr, sem var gert við af Ortel gekk við- 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.