Bergmál - 01.02.1948, Blaðsíða 18

Bergmál - 01.02.1948, Blaðsíða 18
B E R G M Á L -------------------------------------- F E B R Ú A R Allir aðrir en ég hefðu farið beint til skipstjórans og sagt honum alla söguna. En af því að ég er nú einu sinni svo gerður sem ég er, var mér ómögulegt að fá mig til þess. Ég gat ekki hugsað til þess, að ég ætti þannig að vekja mikla eftirtekt, að verða yfirheyrður og flæktur í spurningum af alókunnugum manni, og standa sem uppljóstrari augliti til auglitis frammi fyrir tveimur óbilgjörnum ofstækis- mönnum. Ég spurði mig: „Gæti það ekki verið, að mér yfirsæist? Hvernig færi fyrir mér, ef þetta væri ástæðulaus hræðsla?“ Ég vildi heldur fresta því að fara til skipstjórans, en ásetti mér að missa aldrei sjónar af þessum tveimur félögum. Þessi mikla hræðsla og geðshræring virtist hafa læknað alveg sjóveikina í mér, því að ég fann, að ég ver fær um að standa á fætur og stíga niður úr bátn- um án þess að verða hennar var. Ég skjögraðist eftir þilfarinu og ætlaði niður í farrúm til þess að líta eftir þessum nýju kunningj- um. En rétt í því, að ég ætlaði að stíga niður í farrúmið, var skellt svo fast á öxlina á mér, að ég var næstum hrotinn niður stigann. „Ert það þú Hammondi“, gall við rödd, er ég þóttist kannast við. „Herra guð!“ sagði ég og sneri mér við, „er það vissulega þú, Dick Merton! Hvernig líður þér gamli kunningi?" Þetta var mér óvænt gleði og heppni í þessum vandræðum. Dick var einmitt maðurinn, sem ég þurfti með; hann var maður skýr og glöggur, en þó einlægur, svo að ég þurfti ekki að taka mér nærri að segja honum þessa sögu, og gat verið viss um, að hann mundi finna hið heppilegasta ráð. Frá því að ég var lítill drengur í öðrum bekk í skóla, hafði Dick verið mín önnur hönd í öllum ráðum og dáðum. Hann sá undir eins á mér, að mér leið ekki vel. „Hvað gengur að þér, gamli kunningi", sagði hann, „þú ert ná- fölur. Ertu sjúkur?“ „Nei, það er ég nú reyndar ekki“, sagði ég, „en ég vildi fúslega mega tala við þig nokkur orð, Dick!“ Ég skjögraðist fram eftir þilfarinu og studdi mig við Dick; þó leið nokkur stund, þangið tl ég gat farð að stynja því upp, sem mér bjó í brjósti. „Viltu ekki vindil?“ sagði hann eftir nokkra stund. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.