Bergmál - 01.02.1948, Side 18
B E R G M Á L -------------------------------------- F E B R Ú A R
Allir aðrir en ég hefðu farið beint til skipstjórans og sagt honum
alla söguna.
En af því að ég er nú einu sinni svo gerður sem ég er, var mér
ómögulegt að fá mig til þess. Ég gat ekki hugsað til þess, að ég ætti
þannig að vekja mikla eftirtekt, að verða yfirheyrður og flæktur í
spurningum af alókunnugum manni, og standa sem uppljóstrari
augliti til auglitis frammi fyrir tveimur óbilgjörnum ofstækis-
mönnum. Ég spurði mig: „Gæti það ekki verið, að mér yfirsæist?
Hvernig færi fyrir mér, ef þetta væri ástæðulaus hræðsla?“
Ég vildi heldur fresta því að fara til skipstjórans, en ásetti mér að
missa aldrei sjónar af þessum tveimur félögum. Þessi mikla hræðsla
og geðshræring virtist hafa læknað alveg sjóveikina í mér, því að
ég fann, að ég ver fær um að standa á fætur og stíga niður úr bátn-
um án þess að verða hennar var. Ég skjögraðist eftir þilfarinu og
ætlaði niður í farrúm til þess að líta eftir þessum nýju kunningj-
um. En rétt í því, að ég ætlaði að stíga niður í farrúmið, var skellt
svo fast á öxlina á mér, að ég var næstum hrotinn niður stigann.
„Ert það þú Hammondi“, gall við rödd, er ég þóttist kannast við.
„Herra guð!“ sagði ég og sneri mér við, „er það vissulega þú,
Dick Merton! Hvernig líður þér gamli kunningi?"
Þetta var mér óvænt gleði og heppni í þessum vandræðum. Dick
var einmitt maðurinn, sem ég þurfti með; hann var maður skýr og
glöggur, en þó einlægur, svo að ég þurfti ekki að taka mér nærri að
segja honum þessa sögu, og gat verið viss um, að hann mundi finna
hið heppilegasta ráð. Frá því að ég var lítill drengur í öðrum bekk
í skóla, hafði Dick verið mín önnur hönd í öllum ráðum og dáðum.
Hann sá undir eins á mér, að mér leið ekki vel.
„Hvað gengur að þér, gamli kunningi", sagði hann, „þú ert ná-
fölur. Ertu sjúkur?“
„Nei, það er ég nú reyndar ekki“, sagði ég, „en ég vildi fúslega
mega tala við þig nokkur orð, Dick!“
Ég skjögraðist fram eftir þilfarinu og studdi mig við Dick; þó
leið nokkur stund, þangið tl ég gat farð að stynja því upp, sem mér
bjó í brjósti.
„Viltu ekki vindil?“ sagði hann eftir nokkra stund.
16