Bergmál - 05.01.1954, Page 33

Bergmál - 05.01.1954, Page 33
1 9 54 ----------------------- mesta heimska, að vilja fita hana ennþá meira. Ég hefði mátt vita það, að hún væri göldrótt!“ Hún heyrði, að hann gekk fast að trédrumbnum og sagði: „Hér hverfur slóð hennar. Ég verð að leita uppi stóran stein til að kljúfa tréð með.“ Hann fór nú að reka stein- fleyg í trjábolinn með þungum höggum, en Masaunaq flýtti sér þá að þylja eina galdraformúlu enn: „Þú stóri trédrumbur , þú sveri stofn! Gjör þig svo harðan, að þú verðir ei klofinn og jafnframt svo seigan, að þú verðir ei flettur! Vertu harður! Vertu þéttur!“ Jafnskjótt varð trédrumbur- inn harður, sem steinn, og hún heyrði manninn segja: „Mér virtist sem hann væri í þann veginn að klofna, en nú verður hann allt í einu fastur fyrir, sem bjarg væri!“ Hann hamaðist lengi, án þess að verða nokkuð ágengt og sagði að lokum: „Ég verð að snúa heim og sækja góða öxi, svo klýf ég hann á morgun. Nú er komið kvöld.“ Hún heyrði nú, að hann gekk ------------------ Bercmál á brott. Hún lá þó kyrr all-lengi, svo að liðið var nokkuð á nóttu er hún loks þuldi þessi orð: „Þú stóri trédrumbur, þú sveri stofn! Megir þú flettast, megir þú klofna, megir þú klofna, megir þú klofna!“ Stofninn klofnaði nú að endi- löngu og Masaunaq skreið út og því næst hraðaði hún sér heim til bræðra sinna, en þangað náði hún ekki fyrr en með morgn- inum . Hún skýrði nú frá því, sem gerzt hafði og þá varð öllum ljóst, hvernig á því stóð, að Igimarasugssugssuaq haf ði jafnan orðið ekkjumaður stuttu eftir að hann hafði kvænzt. Þeg- ar hún hafði lokið frásögn sinni, sögðu bræðurnir; „Það líður sjálfsagt ekki á löngu, áður en hann kemur til að gráta hina ástkæru eigin- konu sína, og því er bezt að þú felir þig.“ Þeir grófu því næst holu í gólf-ið undir pallinum og leyndu henni þar. Ei höfðu liðið meira en tvö dægur, er þeir heyrðu mág sinn koma skríðandi inn göngin og hann var svo ákaf- Framh. á bls. 34. 31

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.