Bergmál - 05.01.1954, Síða 35

Bergmál - 05.01.1954, Síða 35
1954 B E R G M Á L Orson Weíles á ferðinni á ný. Nú hefir hann tekið að sér að flytja í sjón- varpi leikritið — Lear konungur — eftir Shakespeare. Og auðvitað leikur hann sjálfur Lear konung, en það er leikhlutverk, sem margir hafa talið illmögulegt að túlka, og án efa erf- iðasta hlutverk Shakespeare leikrita. Efsta myndin til hægri sýnir Orson Welles, sem Lear konung, eftir að hann er orðinn brjálaður, með hinum blinda Gloucester, en með það hlut- verk fer Frederic Worlock. Myndin efst til hægri er af konungs- hjónum Grikklands, Páli konungi og Frederiku drottningu, er þau nýskeð lögðu upp í ferðalag til Ameríku. Neðst til hægri er mynd af Tyrk- nesku dansmeyjunni Nejla Ates, þar sem hún er að dansa á næturklúbb í Washington, en Steve Cochran, am- eríski kvikmyndaleikarinn horfir að- dáunaraugum á hana. Enda er sagt að Nejla beiti öllum sínum töfrum og yndisþokka á þennan myndarlega ungkarl, síðan hún sneri bakinu við Sheppard King, erfingja auðugra olíu- linda. Myndin í vinstra horni að neðan er af hinum ítalska Vittorio Gassman, sem getið er um á öðrum stað í þessu hefti og jafnframt sézt aftan á heft- inu. Þessi litla mynd er úr kvikmynd- inni „Rhapsody", og með honum á myndinni er hin ameríska Elizabet Taylor. Sagt er að Vttorio hafi lært fiðluleik til að geta leikið fyrir Liz í þessari mynd. Greer Garson er orðin ungfrú á ný — að minnsta kosti í kvikmyndum. Fram til þessa hefir hún sézt í mynd- um, sem „Frú Chip|“, „Frú Parking- ton“ og „Frú Miniver", en í næstu mynd heitir hún kennslukonan, ung- frú Baker. 33

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.