Bergmál - 05.01.1954, Síða 48

Bergmál - 05.01.1954, Síða 48
Bergmál ---------------------- Það var því ekki fyrr en í birtingu um morguninn að fullt yfirlit fékkst yfir þetta ægilega slys. Um þriðjungur brúarinn- ar hafði steypst í hafið. Ekkert stóð eftir nema steinsteyptu stöplarnir og upp úr þeim stál- bútar snúnir og beygðir. Og brátt fóru að berast upp að ströndinni lík og farangur úr lestinni, sem hrapað hafði með brúnni. Þetta varð ömurlegur morgun fyrir íbúa Dundee. Þegar fréttirnar um þetta slys bárust út um heiminn voru margir sem neituðu að trúa hinni ótrúlegu frétt í fyrstu, eða þar til nánari lýsing á öllum at- vikum tók af öll tvímæli. Menn geta gert sér í hugar- lund hvernig byggingameistara brúarinnar, Sir Thomas Bouch hafi verið innanbriósts. Skipuð var sérstök nefnd til að rannsaka þetta slys og gefa skýrslu um það. Sú nefnd vann að rannsóknum mánuðum sam- an. Fjöldi fólks, þar á meðal Barclay og Watt, var yfirheyrt aftur og aftur, og þá ekki sízt Sir Thomas Bouch. Kafarar voru fengnir til að kafa niður að flakinu og sögðu þeir að eim- vagninn, farþegavagnarnir og brúargrindin væri allt í einni ___________________ JANÚAR þvögu á botninum. Hið eina, sem þeir gátu gefið upplýsingar um, var það, að eimvagninn hefði staðið á „áfram“, og samkvæmt því hafði brúin brostið öllum að óvörum. En var það þá brúin sjálf, sem hafði brostið af sameigin- legu álagi storms og járnbraut- arlestar, eða hafði lestin ef til vill farið út af sporinu og rifið brúna niður með sér? Smátt og smátt, eftir því sem rannsóknir nefndarinnar færð- ust nær endalokum, kom það í ljós að bygging brúarinnar var ekki nógu traust, stál það og steypujárn, sem notað hafði verið, reyndist ekki vera af beztu tegund, slegið hafði verið slöku við viðhald brúarinnar og útreikningarnir á því hve mikið mótstöðuafl gegn náttúruöfl- um brúin átti að hafa, voru all- verulega rangir. Sir Thomas Bouch hafði tek- ið fulla ábyrgð á brúnni, að öllu leyti, þegar hún var opnuð. Og þá sett það skilyrði, að viðhald hennar væri falið hans umsjá, og hafði járnbrautarfélagið gengið að því skilyrði. Þegar slysið varð, stóð hann á hátindi frægðar sinnar. Og honum hafði þá verið falin smíði ennþá stærri brúar, — 46

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.