Bergmál - 01.04.1954, Síða 36

Bergmál - 01.04.1954, Síða 36
Apríl Bergmál --------------------- Framh. af bls. 32. Um tíuleytið tók hún saman handavinnu sína, og gekk inn í baðherbergið. Hún lokaði bað- herbergishurðinni svo hressi- lega á eftir sér, að Hank hafði mesta löngun til að hrópa á eftir henni: „Þú getur verið alveg óhrædd, ég mun ekki ónáða .Þig-“ Honum fannst hann vera snið- genginn. Undir venjulegum kringumstæðum, hefði hann farið að minnsta kosti einu sinni inn til hennar, á meðan hún var í baðinu. „Á nokkuð að þvo frúnni um bakið í dag?“ — — En í þetta skipti sat hann graf- kyrr á sínum stað, haldinn hinni dýpstu meðaumkvun með sjálf- um sér, þar til hann heyrði skvamp og busl, sem gaf til kynna, að Libby hefði loks fengið nóg af að liggja í bleyti. Þá stóð hann á fætur. Hann bjó um svefnsófann með æfðum höndum, en allt annað en í góðu skapi, og sett— ist því næst í stólinn á ný. Sjálfsmeðaumkvun hans var nú all-mjög blandin gremju. Hvaða rétt hafði hún til að vera önug? Hann hefði verið alveg til í að fara í gönguferð, það var ekki hann, sem hafði breytt um skoð- un. Ef einhver hafði ástæðu til að vera önugur, þá var það hann. Dyrnar að baðherberginu opnuðust. Hank lokaði augun- um og lézt sofa. En er hann heyrði Libby opna skúffu, gaut hann hornauga til hennar, og komst að þeirri niðurstöðu, að svipur hennar var jafn drýldinn og áður. Hún var komin í gömul, slitin náttföt, sem bróðir hennar hafði átt, og þegar hann sá það, jókst gremja hans enn. Það var eins og hún rændi hann ein- hverju, sem honum bar, með því að fara í þessi náttföt. Libby vissi náttúrlega ekkert um þær hugrenningar, sem hún hafði orðið völd að, og fór nú að trekkja upp úrið sitt. „Þú trekkir samt úrið þitt upp á kvöldin," sagði Hank. Hún leit ekki á hann. „Ég hefi alltaf gert það.“ „Það er ekki þar með sagt, að það sé heppilegasti tíminn til þess. Úrsmiðurinn segir, að það fari betur með fjöðrina, að trekkja það upp á morgnana.“ Jfún yppti öxlum. „Hvað ætli hann viti um það? Og hvað sem því líður, þá ætla ég að trekkjt mitt úr upp á kvöldin, hér eftir eins og hingað til. Þetta á víst 34

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.