Bergmál - 01.09.1957, Side 16

Bergmál - 01.09.1957, Side 16
September B E R G M Á L------------------ „Allt er leyfilegt í ástum og' stríði,“ sagði hann og brá fyrir glotti á andliti hans. Svo horfði hann nokkra stund niður fyrir sig og virtist vera að athuga fingurna ásér. „Eitt var skrítið, sem hún sagði þarna inni í setu- stofunni. Hún sagði að ef ég hefði ekki sagt við hana, það sem ég sagði fyrir fjörutíu árum síðan, þá hefði allt verið á annan hátt nú.“ „Nú, hvað sögðuð þér henni?“ spurði ég. „Þegar þeir tóku mig íastan, þá sagði ég henni sannleikann vegna þess að ég hugsaði sem svo, að þá ætti hún auðveldara með að gleyma. Ég sagði henni, að ég hefði aldrei elskað hana minnstu vitund, og hún væri ekki sá manngerð, sem ég gæti elskað.“ Howard andvarpaði og sneri sér frá honum. Þessi gamli maður þarna við píanóið rétti úr sér og það var eins og ennþá væri ótrúleg seigla og jafnvel reisn til í hon- um. Eitt andartak fannst mér ég sjá eins og skugga af þeim manni sem hann hafði einu sinni verið, eða gæti hafa verið. „Ég hefði sannarlega átt að geta haft vit á því að koma ekki aftur, hún var eina konan sem nokkru sinni hefur borið sigur- orð af mér.“ Ég fann að Bill þrýsti hönd mína fast og ég reyndi að hugsa sem minnst um konuna sem lá þversum yfir legubekkinn í setu- stoiunni. Fingur gamla manns- ins snertu hljómborð píanósins og slógu nokkrar nótur. Ef til vill var það hrein ímynd- un mín, en þessar nótur hljóm- uðu í mínum eyrum eins og lokatónar í valsinum, sem hann hafði eitt sinn dansað eftir ein- mitt hér undir þessum sömu ljósakrónum, svífandi um þenn- an sal með brúði sína í örmun- um. Endir. Lcigjandinn hafÖi ckki greitt húsaleigu mánuðum saman. Alltaf var eitthvað að- kallandi, sem peningarnir urðu að fara í. Loks kom að því, að húseigandi missti alla þolinmæði, en þar sem hann vorkenndi leigjanda sínum í aðra röndina og þetta var í rauninni bczti drengur, sagði hann: „Sjáið þér til, góði minn. Eg er fús til að sýna yður fulla vinsemd og mæta yður á miðri leið, með því að gleyma helming þess, sem þér skuldið mér.“ Leigjandinn tókst allur á loft. ,,Þakka vður kærlega. — Eg skal með mestu á- nægju gleyma hinum helmingnum.“ 14

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.