Bergmál - 01.09.1957, Page 35

Bergmál - 01.09.1957, Page 35
RAUÐA HERBERGIÐ Eftir H. G. Wells. „Ég get fullvisað yður um það,“ sagði ég, „að það þarf mjög áþreifanlegan draug til þess að skjóta mér skelk í bringu.“ Ég stóð fyrir framan arineldinn með glas í hendinni. „Þetta er algerlega að yðar ósk og á yðar ábyrgð,“ sagði maðurinn með visna handlegg- inn og horfði á mig útundan sér. „Ég hef nú lifað 28 ár,“ sagði ég. „Og aldrei, ekki í eitt einasta skipti á öllum þeim tíma hefi ég séð draug.“ Gamla konan sat og starði fast inn í eldinn. Sljó augu henn- ar voru galopin. „Já,“ greip hún fram í fyrir mér. „Þú hefir lifað í 28 ár, meira að segja án þess að sjá nokkurn tíma nokkurt hús, sem jafnast á við þetta hér, eða svo býst ég við. Það er margt og mikið sem maður á eftir að sjá þó að maður sé orðinn 28 ára.“ Hún vaggaði höfðinu lítið eitt til hliðanna. „Já, fjöldamargt, sem maður á eftir að sjá og hryggjast yfir.“ Mér fannst und- ir niðri að þetta gamla fólk væri að reyna að auka á draugagangs- orðróm og áhrif þessa húss með þrjóskulegri tregðu og andmæl- um. Ég setti tómt glasið frá mér á borðið og litaðist um í herberg- inu, sá sem snöggvast svipmynd af sjálfum mér, hálígerða spé- mynd í speglinum gamla, sem hékk við hliðina á postulíns- skápnum. „Jæja, þá það,“ sagði ég. „Ef að svo fer, að ég sjái eitt- hvað í kvöld eða nótt, þá verð ég reynslunni ríkari, því að ég legg út í þetta æfintýri með opin augu og vitandi vits.“ „Það er algerlega á yðar á- byrgð,“ sagði maðurinn með visna handlegginn, einu sinni enn. Ég' heyrði dauft hljóð af göngustaf sem rekinn var hart 33

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.