Bergmál - 01.09.1957, Page 40

Bergmál - 01.09.1957, Page 40
Skptember Bf.rgmái -------------------- yfir öxl mér og horfði á stand- myndina frammi á ganginum, sem fyrr hafði skotið mér skelk í bringu, opnaði því næst hurð- ina að rauða herberginu, frem- ur hratt, með andlitið að hálfu snúið fram að auðuð, þöglum ganginum. Ég gekk inn í herbergið, lok- aði dyrunum að baki mér strax, og sneri lyklinum í flýti í skránni að innanverðu, stóð því næst með kertið hátt á lofti og virti fyrir mér þetta herbergi, þar sem ég ætlaði að hafa næt- urvöku; stóra, rauða herbergið í Lorraine-kastalanum, herberg- ið sem að ungi hertoginn hafði dáið í, eða öllu fremur, þar sem að dauðastríð hans hafði verið háð, því að hann hafði opnað dyrnar og fallið á höfuðið niður þrepin framan við þær, þrepin sem ég hafði einmitt gengið upp í þessu. Þannig hafði nætur- vaka hans endað, hin djarflega tilraun hans til að sigrast á draugatrúnni, sem stöðugt loddi við þennan stað og ég hugsaði með sjálfum mér að aldrei hefði hjartabilun nokkurs manns styrkt betur hjátrúna og hind- urvitnin heldur en einmitt í það skiptið. En það voru margar aðrar og eldri sögur sem voru tengdar þessu herbergi alla leið aftur í fornöld, nei, alla leið aft- ur í miðaldir, til hins hálf-ótrú- lega upphafs alls draugagangs- ins, sögunnar af smávöxnu, hljóðlátu konunni og um sorg- leg endalok hennar sem talin voru stafa af stríðni og hrekkj- um manns hennar og mér virt- ist mjög auðvelt að skilja að sh'kar þjóðsagnir og slík hind- urvitni hefðu skapast í þessu herbergi er ég virti fyrir mér hina dökku gluggaskansa, öll skotin og afkimana og rauðbrún gluggatjöldin og dökkleit risa- vaxin húsgögn sem sannarlega virtust draugaleg í nætur- myrkrinu. Kertið sem ég hélt á, var eins og örlítil ljóstunga, sem smeygði sér grönn og veikluleg inn í hinar miklu víðáttur þessa herbergis og þessi Ijósgeisli var svo smár og óverulegur, að hann náði ekki einu sinni yfir í hinn enda herbergisins, svo heill geimur fyiltur dularfullu myrkri skapaði í huga manns óendan- lega möguleika vofeiflegra at- burða innan þessara rauðu veggja og eyðikyrrð hins yfir- gefna staðar, ihvíldi eins og hula yfir þessu öllu. Ég-hlýt að játa, að einhver sér- stakur blær lá yfir þessu her- 38

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.