Bergmál - 01.09.1957, Side 42
B E R G M Á L ---------------
hægindastól og nokkuð stórt
borð, sem ég setti fyrir framan
hann og ætlaði að nota sem
nokkurs konar vígi framan við
mig. Á borðið lagði ég svo
skammbyssu mína, þar sem ég
væri fljótur að grípa til hennar.
Hin nákvæma rannsókn mín á
herberginu hafði létt nokkuð á
huga mínum og dregið úr óheil-
brigðu hugmyndaflugi og þó var
það svo, að þeir hlutir herberg-
isins sem fjærst mér voru og
enn lágu í skugga þrátt fyrir
kertaljósin í kringum mig, urðu
mér til hugarangurs og hrell-
ingar.
Brakið í eldinum veitti mér
lítinn sem engan styrk. Skugg-
inn í stóra skápnum inni í end-
anum á herberginu fór að valda
ýmsum ólýsanlegum hugmynd-
um um nærveru einhvers; skapa
hina kynlegu hugsýn um ein-
hverja lifandi veru, hugsýn sem
svo auðvldlega kom í huga
manns í algerri þögn og ein-
veru. Og til þess að fullvissa
sjálfan mig um að þetta væri
aðeins ímyndun, gekk ég með
kerti inn í skápinn og sannfærði
sjálfan mig um að þar væri ekk-
ert kvikt eða dautt. Ég lét
kertið standa á gólfinu í skápn-
um og skildi það þar eftir.
---------------- Sf.pt e m b e r
Þegar hér var komið, var
hugarástand mitt orðið ískyggi-
lega spennt og öll skilningarvit
þanin til hins ítrasta, enda þótt
heilbrigð skynsemi mín segði
mér, að það væri engin áþreifan-
leg ástæða til þess að taugar
mínar væru þandar. Hugsun
mín var fullkomlega skýr, ég
lagði áherzlu á það við sjálfan
mig, að ekkert yfirnáttúrulegt
gæti gerzt, og til þess að eyða
tímanum fór ég að hnoða saman
vísum, sem að sjálfsögðu voru
byggðar á þjóðsögum þeim, sem
kenndar voru við þennan stað.
Nokkrar af hendingunum sagði
ég upphátt, en bergmálið af
rödd mirini lét óþægilega í eyr-
um, svo að ég hætti að yrkja; af
sömu ástæðum hætti ég eftir
litla stund rökræðum er ég hóf
við sjálfan mig um óhugsanleg-
an möguleika þess að draugar
vaéru til eða afturgöngur. Mér
varð hugsað til gömlu hjúanna
þriggja niðri og reyndi að halda
huga mínum föstum við það um-
hugsunarefni.
Hinir þungu, rauðu og gráu
litir herbergisins höfðu óþægi-
leg áhrif á mig og jafnvel þó að
það væri nú upplýst af sjö kert-
um var herbergið þó ekki nema
hálf-bjart. Ljósið sem stóð inni
40