Bergmál - 01.09.1957, Page 62

Bergmál - 01.09.1957, Page 62
B K H G M Á L ------------------ Brosfð dularfulla Framh. af bls. 32. leiðslu guðs. Illmenni hafði vegna girndar sinnar til annarr- ar konu myrt eiginkonu sína. Mánuðum saman hafði hann notið syndarinnar í ímynduðu cryggi — aðeins til að hrapa þeim mun snögglegar í eigin gröf. „Upp koma svik um.síðir,“ og hér var sönnunin. Lesendur blaðanna gátu greint hand- leiðslu guðs stig af stigi. Óljós en þrálátur orðrómur hafði ver- ið á sveimi um nágrennið, loks- ins hafði lögreglan rankað við sér. Síðan var líkið grafið upp, þá var rannsókn læknaráðsins, réttarkrufningin, vitnaleiðsla sérfræðinga, álit sakadómsins, réttarhöldin sjálf og síðast dóm- urinn. Forlögin láta ekki að sér hæða í þetta sinn, dómur þeirra var áhrifamikill, umsvifalaus og harður — eins og í leikriti. Dag- blöðin gerðu rétt í að mata hungraða lesendur sína á þess- ari safaríku fæðu í heilan mán- uð. Þegar Hutton var kvaddur frá ítalíu til yfirheyrslu, var hann í fyrstunni reiður. Það var fá- heyrt, hrein ósvífni að lögreglan skyldi leggja eyrun við illgjörn- ---------------- September um kviksögum. Þegar rannsókn- inni væri lokið ætlaði hann að höfða mál gegn lögreglustjóran- um fyrir ofsókn á hendur sér; og hann ætlaði að stefna þessari ungfrú Spence fyrir meiðyrði. Rannsóknin hófst. Sönnunar- gögn gegn honum komu í leit- irnar hvert af öðru. Læknarnir höfðu rannsakað líkið og fundið merki um arsenik; þeir töldu að frú Hutton hefði látizt af völd- um arsenikeitrunar. Arsenik — Emily hafði dáið af arsenikeitrun? Næst komst Hutton að því, að í gróðurhús- inu hans væru nægar birgðir af arsenik-skordýraeitri til að strá- drepa heilan her. Honum varð allt ljóst í einni svipan: Líkurnar voru gegn hon- um. Hann sá þær aukast og vaxa dag frá degi eins og risastóra hitabeltisplöntu — hún fléttað- ist kringum hann, umvafði hann. Hann var villtur í myrkviði. Hvenær hafði hún tekið eitrið? Sérfræðingum kom saman um að þess hefði verið neytt átta eða níu klukkustundum fyrir andlátið. Um kvöldmatarleytið? Já, um kvöldmatarleytið. Vinnu- stúlkan, Klara, var kvödd sem vitni. Frú Hutton hafði beðið hana að sækja meðalið, sagði 60

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.