Goðasteinn - 01.09.2009, Qupperneq 60

Goðasteinn - 01.09.2009, Qupperneq 60
Goðasteinn 2009 greinir á þessu svæði er sonur Hrafns hins heimska, Jörundur goði sem áður var nefndur. Um landnám hans segir aðeins að hann hafi byggt „fyrir vestan Fljót, þar er nú heitir á Svertingsstöðum; hann reisti þar hof mikið.“ Ekki kemur fram hvar bær hans hafi staðið en vísbending um það er gefin í Landnámu þar sem segir í framhaldi af frásögn um landnám hans og byggingu hins mikla hofs fyrir vestan Fljót: „Bjórr lá ónuminn fyrir austan Fljót milli Krossár og Jöldusteins; það land fór Jörundur eldi og lagði til hofs.“ Meginhluti bújarðar Jörundar goða, bær hans og hof, var vestan Fljótsins en austan við Fljótið bætir hann við sig að tiltölu lítilli landræmu sem þar var ónumin (bjór merkir þarna lítil, misbreið landræma) og leggur til hofs, þ.e. það sem sú landspilda gefur af sér skal renna til viðhalds hofsins og annarra þarfa sem því fyigja. Talið er að þessi landræma austan Fljótsins sé þar sem nú eru svonefndir Smáafréttir sunnan Krossár. Landnáma nefnir þó ekki Goðaland og í fyrri tíma heimildum virðist oft talað um Goðalandsafrétt þar sem nú heitir Goðaland. Afréttir eru yfirleitt kenndir við jörð eða hrepp sem þeir liggja undir, fremur en við ömefni á afréttinum sjálfum. Af frásögn Landnámu verður helst ráðið að landræman sem Jörundur goði nam austan Fljótsins hafi verið sem næst gegnt landi hans vestan þess. Land Svertingsstaða hefur þá legið austur af Þórólfsfelli og tekið yfir austurhluta þess lands sem upphaflega var landnám Þórólfs, svo sem áður var nefnt. Vafalaust hefur á þeim tíma verið gróið sléttlendi þar sem nú eru víðáttumiklir svartir aurar eftir landbrot af völdum Markarfljóts. Þar sem Fljótið fellur fram úr gljúfrinu myndar framburður þess hækkandi aurkeilu sem vatnið leitar út af til beggja hliða og eyðir aðliggjandi gróðurlendi. Sú landeyðing hélt svo áfram á síðari öldum út með allri Fljótshlíð, eftir að Fljótið hafði brotið sér leið vestur með Þórólfsfelli og síðan allt vestur í Þverá. (Sbr. Guðrún Larsen o.fl.: Jökulhlaup til vesturs frá Mýrdalsjökli. Ummerki um forsöguleg hlaup niður Markarfljót, jarð- vegssnið við Lausöldu, bls. 80: „Aurarnir hafa verið mun lægri fyrir 2000 árum ...“). Ekki er ólíklegt að sonur Jörundar goða sem tók við búi og goðorði eftir hann hafi fengið viðurnefni sitt af eyðingarmætti Fljótsins en hann er nefndur Ulfur aurgoði bæði í Landnámu og Njálu. Sonur hans var Svartur Úlfsson og gæti af nafni hans verið komið bæjarnafnið Svertingsstaðir, sem höfundur Landnáma- bókar gefur til kynna að ekki hafi heitið svo í upphafi byggðar („... þar er nú heitir á Svertingsstöðum“). (Samkv. Landnámu og Njálu erfði Runólfur (eldri) sonur Úlfs aurgoða goðorðið og færði sig um set, austur yfir Fljótið og bjó í Dal. Kemur hann við sögu ki'istnitökunnar sem einn helsti málsvari hins forna átrúnaðar). I það verður ekki ráðið hversu lengi bær hafi staðið á Svertingsstöðum og Fljótið hefur jafnað út öll ummerki hafi hann verið niðri á sléttlendinu. 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.