Goðasteinn - 01.09.2009, Page 67

Goðasteinn - 01.09.2009, Page 67
Goðasteinn 2009 a. Reykholt er einn helsti sögu- og minjastaður á íslandi. Staðurinn hefur aðdráttarafl jafnt fyrir almenning sem fræðimenn, íslendinga og útlendinga. Erlendis er nafn Reykholts þekkt. b. Virtar rannsóknarstarstofnanir staðsettar fjarri háskólamiðstöðvum og stórborgum eru víða til enda oft talinn góður kostur fyrir ýmsa fræði- lega starfsemi að vera fjarri skarkala og ýmsu ónæði borga og háskóla- þorpa. Vegna nútímatækni og stöðugt öflugri samgangna verður tæpast sagt að staðsetning Snorrastofu standi rannsóknarstarfsemi hennar fyrir þrifum. Má jafnvel fullyrða að staðsetning hennar á hinum sögufræga stað hjálpi frekar til heldur en hitt við að skapa henni nafn erlendis og styrkja alþjóðleg bönd. Er óhætt að segja að alþjóðleg samskipti Snorrastofu hafi vakið eftirtekt enda hafa vel á annað hundrað erlendir fræðimenn komið í Reykholt á umliðnum árum, ýmist vegna þátttöku í rannsóknarverkefnum, ráðstefnum Snorrastofu eða til dvalar í fræðimannsíbúðum við rannsóknir. c. Aðstaða í nýju húsnæði stofnunarinnar er góð fyrir fyrirlestra- og ráðstefnuhald, auk sýninga í sal undir Reykholtskirkju og í móttökusal í tengiálmu milli kirkjunnar og Snorrastofu. Þá er íbúð fyrir gest- komandi fræðimenn í Snorrastofu. Húsnæði gamla Héraðsskólans í Reykholti er einnig í umsjá stofnunarinnar en þar er ráðstefnusalur og vönduð fundaraðstaða ásamt gistiaðstöðu fyrir fræðimenn. d. I Reykholti er nú fyrir hendi á heilsárshóteli gisti- og samkomurými fyrir nokkurn fjölda fólks. e. I Snorrastofu er góð vinnuaðstaða fyrir fræðimenn og stórt bókasafn sem hefur að geyma ýmis höfuðrit íslenskra og evrópskra miðalda- fræða. í bókasafninu voru um 8.000 bindi árið 1998 en telja nú um 40.000. f. Samgöngur við Reykholt hafa stórbatnað. Eftir að Hvalfjarðargöngin urðu að veruleika sumarið 1998 er unnt að aka á milli Reykjavíkur og Reykholts á innan við einni og hálfri klukkustund. Þá mun vegalengd- in styttast enn meira með tilkomu Sundabrautar. Frá árinu 1999 hefur Snorrastofa komið að ýmsum rannsóknarverkefnum. Langtímamarkmiðið er að gera stofnunina að öndvegissetri um íslensk og evrópsk miðaldafræði en til að svo geti orðið þarf stofnunin á töluvert meiri fjárhagslegum stuðningi að halda. Stofnunin þarf sjálf að fjármagna einstök verkefni þar sem grunnframlög frá menntamálaráðuneyti og sveitarfélögum duga einungis fyrir grunnrekstri, þ.e. fyrir rekstri skrifstofu, gestamóttöku, fasteignum og bókasafni. Þá duga þau einnig að hluta til fyrir hirðu Reykholts sem einnig er á könnu 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.