Goðasteinn - 01.09.2009, Side 72

Goðasteinn - 01.09.2009, Side 72
Goðasteinn 2009 efldist á dögum Hinriks hertoga á Saxlandi (Heinrich der Löwe 1129-1195), svo og eftir að Danir og Saxar brenndu árið 1161 í sameiningu byggð slavneski'a Vinda við ána Warnow, ekki langt austan við Liibeck. Þar reis nýr bær, Roztok, sem árið 1218 varð Kreisfreie Stadt Rostock og naut þá sömu réttinda og nágrannabærinn - Liibische Stadtrecht. Hér fór Ketill prestur um á leiðinni norður frá Róm úr sendiför fyrir Guðmund biskup Arason. Eftir Grímseyjarförina 1222 var Guðmundur biskup sendur til erkibiskupsins í Niðarósi, þar sem honum var haldið í einangrun. Tók biskup þá það ráð að senda prest sinn, Ketil, til Rómar til þess að afla lausnarbréfs frá páfanum. Ketill hélt frá Þrándheimi í byrjun febrúar árið 1225 og „... fer hann landveg austur til Oslóar, þaðan með fari til Danmerkur, svo til Þýzka[lands], leggur ei fót fyrr en hann kemur í Romam ...“ Nokkur bið varð á afgreiðslu páfa á erindi biskups en á sjálfan uppstigningardaginn fékk Ketill prestur afhent bréf með boðskap páfa; „... verður þá fegnari en frá megi segja, leggur land undir fót, og hleypur svo norður eftir löndum, að á tuttugasta og þrettánda degi kemur hann aftur í sjótún í Rauðstokk, gengur hann þar þegar í kugg, er albúinn liggur fyrir bænum, fá þeir hraðbyri til Björgynjar, ...“ eins og segir frá í Sögu Guðmundar Arasonar Hólabiskups eftir Arngrím ábóta. Vegalengdin milli Rómar og Rostock hefir verið um 1400 kílómetrar. Þessa vegalengd lagði Ketill prestur að baki á þrjátíu og þremur dægrum og hver dagleið hefur því verið 40 til 45 kílómetrar að jafnaði. Kemur það heim og saman við það, sem Friedrich Ludwig komst að í könnun á ferðum og ferðahraða á 11. og 12. öld (Untersuchungen úber die Reise- und Marchgeschwindigkeit im XII. und XIII. Jahrhundert. Berlin 1897). Ludwig áætlar, að leiðin sem Nikulás ábóti fór milli Álaborgar og Rómar urn Stóra Sankti Bernharðsskarðið, hafi verið um 2000 kílómetrar. Fór Ketill prestur suðurleiðina á fimmtíu dögum eða um fjörutíu kílómetra á dag. Um tímasetningu atburða er farið eftir útgáfum fornritanna. í Gísla sögu Súrssonar segir frá því að Auður Vésteinsdóttir, ekkja Gísla Súrssonar og mágkona hennar, Gunnhildur, ekkja Vésteins Vésteinssonar, hafi farið „... til Danmerkur í Heiðabæ, tóku þær við trú og gengu suður og komu ekki aftur.“ Ætlað er að sagan gerist á árunum 940-980 og hafa þær því gengið suður skömmu eftir 980. Sérstök athygli er vakin á því að í formála að útgáfu sinni á Eiríks sögu segir Olafur Halldórsson að augljóst sé af ættartölum að Guðríður Þorbjarnardóttir hafi ekki verið fædd fyrr en um 995 og að ekkert bendi til að [eiginmaður hennar] Þorfinnur karlsefni hafi verið sem neinu nernur eldri. Allt bendi til að hann hafi ekki verið fæddur fyrri en í mesta lagi áratug fyrir árið 1000. Þá sé augljóst að hann hafi ekki verið á Vínlandi [Grænland í miðaldaritum] fyrr en um 1020-1030. 70
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.