Goðasteinn - 01.09.2009, Side 74

Goðasteinn - 01.09.2009, Side 74
Goðasteinn 2009 settur af og bannfærður af þeim sama Hildibrandi sem nú var orðinn páfi (Gregor sjöundi). Liemar hafði gengið til liðs við Hinrik fjórða keisara árið 1072 og var með keisaranum í för þegar hann sótti að páfa í Canossa í janúar 1077. Jón Ögmundarson fór til Rómar um 1070. I Sæmundar sögu er sagt frá því hvernig Jón fann frænda sinn. Sæmund fróða, og hvernig þeir áttu að hafa sloppið frá lærimeistara Sæmundar. I Jóns sögu hins helga segir hins vegar: Eigi hæfir annað en geta þess við hversu mikið lið íslenzkum mönnum varð, jafnvel utanlendis sem hér, að hinum helga Jóni byskupi. Teljum vér þann hlut fyrstan til þess að hann spandi út hingað með sér Sæmund Sigfússon, þann mann er einhver hefir enn verið mestur nytjamaður Guðs kristni á þessu landi og hafði verið utan svo að ekki spurðist til hans. En hinn helgi Jón fékk hann spurðan og hafði hann sunnan með sér, og fóru báðir saman út hingað til frænda sinna og fósturjarðar. Síðar þurfti Jón að fara til Rómar sem biskupsefni á fund Paschals páfa II. um 1106 vegna þess að Özurr erkibiskup í Lundi þorði ekki að vígja Jón „... án leyfi páfa og vitorði hans ... fyrir sakir eins hlutar þess er þú hefir sagt mér, að þú hafir tvær konur áttar. ...“ eins og segir í Jóns sögu hins helga. „Fékk biskupsefni páfaleyfið, og tók síðan vígslu af erkibiskupi í Lundi, líklega árið 1107. ... Eftir það þurftu biskupar á lýðveldistímanum ekki að sækja til páfa til þess að fá leyfi til vígslu. Hallur Teitsson hefir þó líklega sótt í páfagarð, því svo segir Biskupas [ögum], að hann hafi andazt í Trekt (1150) ...“ segir Einar Arnórsson. Bogi Th. Melsteð getur þess, að um Hall sé sagt, „... að hann mælti alstaðar þeirra máli þar sem hann kom, sem væri hann þar bamfæddur. Þetta er ýkjur, en sýnir þó, að hann hefir verið vel að sjer í útlendum tungum; bendir það ef til vill og á, að hann hafi farið fyr utan suður í lönd.“ Gryt Anne Piebenga bendir á það, að Hallur sé eini íslenzki pflgrímurinn, sem vitað er að hafi farið um Utrecht (Saga 1993: Hallr andaðiz í Trekt). Nikulás Bergsson ábóti, sem var á ferðinni á svipuðum tíma og Hallur, segir í ferðalýsingu sinni: „Su er önnur leid til Roms at fara or Noregi ... Deventar edr Trekta, og taka menn þar staf og skreppu ... Um ferðir Halls biskupsefnis eru heimildir næsta sagnafáar. Ekkert er minnst á að hann væri á leið til fundar við Eskil erkibiskup í Lundi en um „... þetta hið sama leyti voru enn tveir biskupar Islendínga vígðir í Lundi, af Askeli erkibiskupi: Björn Gíslason að Hólum (4. Mai 1147) ... og Klængur Þorsteinsson að Skálholti (6. April 1152) ... En það sama vor, sem Klængur var vígðr, sendi Eugenius páfi Nikolaus [Breakspear] kardínála af Albano til Noregs, til að skipa þar um kirkjumál. ... Kardínálinn lenti í Noregi [í júlí] og hafði með sér pallíum handa Jóni biskupi Birgissyni í Stafángri, sem nú var vígður til erkibiskups. ..." segir í 72
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.